Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 15:15 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. vísir/Vilhelm Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. Samkvæmt frumvarpinu verða stærðir og tegundir leyfilegra neysluskammt útfærðar í reglugerð. Í greinargerð segir að fíkniefnamarkaðurinn sé síbreytilegur og því sé brýnt að geta brugðist við og bætt við efnum án þess að til lagabreytinga þurfi að koma. Lagt er til að sett verði á laggirnar notendasamráð þar sem fulltrúar velferðarþjónustu, lögreglunnar, heilbrigðisráðuneytis og frjálsra félagasamtaka munu eiga sæti. Ráðinu verður gert að leggja mat á og gera tillögur um hvaða magn fíkniefna getur talist til eigin nota samkvæmt lögunum. Í greinargerð frumvarpsins er vísað í tölfræði frá lögreglunni um að á árunum 2005 til 2018 hafi verið framin 26.807 fíkniefnabrot hér á landi. Þar af voru 19.689 brot vegna vörslu og meðferðar fíkniefna. Það gerir 73 prósent allra fíkniefnabrota og í greinargerð segir að sú tali muni líklega lækka umtalsvert verði frumvarpið samþykkt. Langflest skráð fíkniefnabrot lögreglu á liðnum árum eru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna.vísir/Vilhelm Frumvarpið byggir að hluta á fyrri frumvörpum Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, um sama efni og einnig er stuðst við umsagnir sem bárust um þau. Í greinargerð segir að það sé stefna stjórnvalda að meðhöndla eigi vanda vímuefnanotenda í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna. Leggja eigi fremur áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um neyslurými og sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu að samþykkt á frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta myndi greiða fyrir rekstri á þeirri starfsemi. Alþingi Heilbrigðismál Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Samkvæmt frumvarpinu verða stærðir og tegundir leyfilegra neysluskammt útfærðar í reglugerð. Í greinargerð segir að fíkniefnamarkaðurinn sé síbreytilegur og því sé brýnt að geta brugðist við og bætt við efnum án þess að til lagabreytinga þurfi að koma. Lagt er til að sett verði á laggirnar notendasamráð þar sem fulltrúar velferðarþjónustu, lögreglunnar, heilbrigðisráðuneytis og frjálsra félagasamtaka munu eiga sæti. Ráðinu verður gert að leggja mat á og gera tillögur um hvaða magn fíkniefna getur talist til eigin nota samkvæmt lögunum. Í greinargerð frumvarpsins er vísað í tölfræði frá lögreglunni um að á árunum 2005 til 2018 hafi verið framin 26.807 fíkniefnabrot hér á landi. Þar af voru 19.689 brot vegna vörslu og meðferðar fíkniefna. Það gerir 73 prósent allra fíkniefnabrota og í greinargerð segir að sú tali muni líklega lækka umtalsvert verði frumvarpið samþykkt. Langflest skráð fíkniefnabrot lögreglu á liðnum árum eru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna.vísir/Vilhelm Frumvarpið byggir að hluta á fyrri frumvörpum Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, um sama efni og einnig er stuðst við umsagnir sem bárust um þau. Í greinargerð segir að það sé stefna stjórnvalda að meðhöndla eigi vanda vímuefnanotenda í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna. Leggja eigi fremur áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um neyslurými og sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu að samþykkt á frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta myndi greiða fyrir rekstri á þeirri starfsemi.
Alþingi Heilbrigðismál Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira