Til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 11:52 Frá gistiskýli Reykjavíkurborgar við Lindargötu. Reykjavíkurborg er með til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli borgarinnar. Formaður velferðaráðs telur mikilvægt að hafa þjónustuna miðsvæðis og nærri fíkniefnaneytendum. Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um stofnun og rekstur neyslurýma og samkvæmt henni geta sveitarfélög sótt um leyfi fyrir rekstrinum hjá embætti landlæknis. Í reglugerðinni er bráðabirgðaákvæði um að bíl Frú Ragnheiðar megi nýta sem neyslurými og sagði Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra starfseminnar, í samtali við fréttastofu í gær að það kæmi til greina þegar nýr bíll verður tekinn í notkun. Þannig megi nýta þann eldri. Elísabet sagði í gær að fjöldi dauðsfalla á liðnu ári vegna ofskömmtunar fíkniefna væru harkaleg áminning um þörfina fyrir úrræðið. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerðist það síðast í fyrradag að einstaklingur lést í gistiskýli borgarinnar vegna ofskömmtunar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, hallast fremur að því að finna rýminu staðsetningu miðsvæðis en í bifreið. „Við höfum frekar séð þetta fyrir okkur nálægt einhverjum stað þar sem fólkið sem við erum að þjónusta heldur sig, eða á leið fram hjá. Og helst þannig að fólk viti hvar er hægt að nálgast þessa þjónustu.“ Gistiskýli borgarinnar gætu þar komið til greina. „Það eru gallar við að nýta gistiskýli. Það getur virkað fráhrindandi fyrir þá sem ekki eru að sækja þjónustu þangað en getur þó verið kostur fyrir þá sem sækja þjónustuna þar. Þannig við erum bara hreinlega að skoða hvort það sé möguleiki að opna bara minna neyslurými þar inni. Fagfólkið okkar er að meta það núna.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Einar Enn þurfi þó að leysa úr fjármögnun í samstarfi við ríkið. Hún gerir ráð fyrir að reksturinn muni kosta einhverja tugi milljóna á ári og er ekki viss hversu háa fjárhæð ríkið hafi eyrnamerkt rekstrinum. „Hjá ráðuneytinu sá ég einhvern tímann talað um fimm milljónir, en það kemur hvergi alveg opinberlega fram. Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri augljósara.“ Samkvæmt lögum og ávana- og fíkniefni er sveitarfélagi, sem hefur fengið leyfi til rekstursins, heimilt að gera samkomulag um að lögregla grípi ekki til aðgerða gegn notendum á tilteknu svæði í kringum húsnæðið. Heiða Björg segir að þetta þurfi að skoða og bætir við að samþykkt á frumvarpi heilbrigðisráðhera um afglæpavæðingu neysluskammta myndi tryggja öryggi starfsfólks og notenda. „Og gera okkur þetta auðveldara þannig að enginn vafi leiki á því að það sé löglegt að þarna sé fólk að nota vímuefni og sé með vímuefni fyrir sig.“ Heilbrigðismál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um stofnun og rekstur neyslurýma og samkvæmt henni geta sveitarfélög sótt um leyfi fyrir rekstrinum hjá embætti landlæknis. Í reglugerðinni er bráðabirgðaákvæði um að bíl Frú Ragnheiðar megi nýta sem neyslurými og sagði Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra starfseminnar, í samtali við fréttastofu í gær að það kæmi til greina þegar nýr bíll verður tekinn í notkun. Þannig megi nýta þann eldri. Elísabet sagði í gær að fjöldi dauðsfalla á liðnu ári vegna ofskömmtunar fíkniefna væru harkaleg áminning um þörfina fyrir úrræðið. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerðist það síðast í fyrradag að einstaklingur lést í gistiskýli borgarinnar vegna ofskömmtunar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, hallast fremur að því að finna rýminu staðsetningu miðsvæðis en í bifreið. „Við höfum frekar séð þetta fyrir okkur nálægt einhverjum stað þar sem fólkið sem við erum að þjónusta heldur sig, eða á leið fram hjá. Og helst þannig að fólk viti hvar er hægt að nálgast þessa þjónustu.“ Gistiskýli borgarinnar gætu þar komið til greina. „Það eru gallar við að nýta gistiskýli. Það getur virkað fráhrindandi fyrir þá sem ekki eru að sækja þjónustu þangað en getur þó verið kostur fyrir þá sem sækja þjónustuna þar. Þannig við erum bara hreinlega að skoða hvort það sé möguleiki að opna bara minna neyslurými þar inni. Fagfólkið okkar er að meta það núna.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Einar Enn þurfi þó að leysa úr fjármögnun í samstarfi við ríkið. Hún gerir ráð fyrir að reksturinn muni kosta einhverja tugi milljóna á ári og er ekki viss hversu háa fjárhæð ríkið hafi eyrnamerkt rekstrinum. „Hjá ráðuneytinu sá ég einhvern tímann talað um fimm milljónir, en það kemur hvergi alveg opinberlega fram. Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri augljósara.“ Samkvæmt lögum og ávana- og fíkniefni er sveitarfélagi, sem hefur fengið leyfi til rekstursins, heimilt að gera samkomulag um að lögregla grípi ekki til aðgerða gegn notendum á tilteknu svæði í kringum húsnæðið. Heiða Björg segir að þetta þurfi að skoða og bætir við að samþykkt á frumvarpi heilbrigðisráðhera um afglæpavæðingu neysluskammta myndi tryggja öryggi starfsfólks og notenda. „Og gera okkur þetta auðveldara þannig að enginn vafi leiki á því að það sé löglegt að þarna sé fólk að nota vímuefni og sé með vímuefni fyrir sig.“
Heilbrigðismál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira