„Ertu að vinna sem pítsubakari eða spilar þú fótbolta?“ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2021 13:30 Zlatan Ibrahimovic er hátt skrifaður hjá Jens Petter Hauge. Getty/Gabriele Maltinti Norðmaðurinn uni Jens Petter Hauge nýtur þess í botn að vera með AC Milan í baráttunni um ítalska meistaratitilinn í fótbolta. Hann fer ekki leynt með aðdáun sína á sænsku ofurstjörnunni og liðsfélaga sínum, Zlatan Ibrahimovic. Hauge var keyptur til Milan frá Noregsmeisturum Bodö/Glimt eftir góða frammistöðu í Evrópuleik gegn Milan í september, þar sem hann skoraði í 3-2 tapi norska liðsins. Kaupverðið mun hafa numið 4 milljónum evra eða rúmum 620 milljónum króna. Hauge mun væntanlega koma við sögu í Mílanóslagnum á sunnudag þegar tvö efstu lið ítölsku deildarinnar mætast. Litlu munaði að Hauge færi til belgísks félags síðasta sumar en félagi hans úr norska landsliðinu, markahrókurinn Erling Braut Haaland, réði honum frá því. „Já, við tölum mikið saman… sérstaklega síðasta sumar þegar ég var næstum því farinn til belgísks félags. Haaland tók undir það að betra væri að ég hafnaði þessu boði og biði eftir betra tilboði. Eftir að ég spilaði gegn AC Milan sagði hann svo: „Stökktu á þetta, það verður gott. Það verður auðvitað erfitt að spila fyrir AC Milan og þú þarft að leggja hart að þér við tungumálið og fleira, en það verður gott.“ Ég er mjög ánægður núna með mína ákvörðun,“ sagði Hauge. Hauge er eins og áður segir mjög ánægður með að vera liðsfélagi Zlatans, sem hann segir hækka rána hjá öllum, bæði á æfingum og í leikjum. En Zlatan er líka skemmtilegur: „Ég man að ég kom einu sinni inn í búningsklefann með nýjan hatt og Zlatan sagði: „Ertu að vinna sem pítsubakari eða spilar þú fótbolta?“ Ég hef gaman af svona gríni. Hann hjálpar mér með tungumálið því við tölum nánast sama tungumál og getum því rætt saman,“ sagði Hauge. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Sjá meira
Hauge var keyptur til Milan frá Noregsmeisturum Bodö/Glimt eftir góða frammistöðu í Evrópuleik gegn Milan í september, þar sem hann skoraði í 3-2 tapi norska liðsins. Kaupverðið mun hafa numið 4 milljónum evra eða rúmum 620 milljónum króna. Hauge mun væntanlega koma við sögu í Mílanóslagnum á sunnudag þegar tvö efstu lið ítölsku deildarinnar mætast. Litlu munaði að Hauge færi til belgísks félags síðasta sumar en félagi hans úr norska landsliðinu, markahrókurinn Erling Braut Haaland, réði honum frá því. „Já, við tölum mikið saman… sérstaklega síðasta sumar þegar ég var næstum því farinn til belgísks félags. Haaland tók undir það að betra væri að ég hafnaði þessu boði og biði eftir betra tilboði. Eftir að ég spilaði gegn AC Milan sagði hann svo: „Stökktu á þetta, það verður gott. Það verður auðvitað erfitt að spila fyrir AC Milan og þú þarft að leggja hart að þér við tungumálið og fleira, en það verður gott.“ Ég er mjög ánægður núna með mína ákvörðun,“ sagði Hauge. Hauge er eins og áður segir mjög ánægður með að vera liðsfélagi Zlatans, sem hann segir hækka rána hjá öllum, bæði á æfingum og í leikjum. En Zlatan er líka skemmtilegur: „Ég man að ég kom einu sinni inn í búningsklefann með nýjan hatt og Zlatan sagði: „Ertu að vinna sem pítsubakari eða spilar þú fótbolta?“ Ég hef gaman af svona gríni. Hann hjálpar mér með tungumálið því við tölum nánast sama tungumál og getum því rætt saman,“ sagði Hauge. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Sjá meira