Innlent

Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglumenn á vettvangi morðsins í Rauðagerði.
Lögreglumenn á vettvangi morðsins í Rauðagerði. Vísir/Vésteinn

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær.

Í tilkynningu kemur fram að það sé gert í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í austurborginni um síðustu helgi. 

„Áður höfðu sjö þegar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, en þeir sem eru í haldi eru allir á fertugsaldri utan einn, sem er á fimmtugsaldri. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem handtekinn var fyrstur skömmu eftir morðið rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verður farið fram á áframhaldandi varðhald yfir honum í dag.


Tengdar fréttir

Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar

Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.