Karlmaðurinn er sakaður um að hafa farið inn í íbúðina þar sem konan lá sofandi í sófa í stofu íbúðarinnar. Honum er gefið að sök að hafa klætt konuna úr nærbuxunum, káfað og sleikt kynfæri hennar og notfært sé að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og áhrifa svefnlyfs.
Gerð er einkaréttarkrafa fyrir hönd konunnar um miskabætur að upphæð þrjár milljónir króna.