Brynjar þjálfari hvetur Viðar prófessor til að vinna heimavinnuna Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2021 17:25 Brynjar Karl segir það algerlega ljóst að Viða Halldórsson prófessor hafi ekki unnið heimavinnu sína þegar hann setti sína gagnrýni fram. Hún sé fráleit. Brynjar Karl Sigurðsson, einn umtalaðasti körfuboltaþjálfari landsins, svarar gagnrýni sem hann hefur mátt sitja undir; segir fráleitt að hann sé að afreksvæða íþróttir barna. Brynjar Karl hefur heldur betur komist í kastljósið undanfarna daga einkum vegna heimildamyndarinnar Hækkum rána, sem nú er til sýninga. Þar segir af vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn Brynjars Karls. Aðferðir þjálfarans eru afar umdeildar, ýmist er hann lofaður eða gagnrýndur harðlega. Vísir hefur fjallað ítarlega um myndina og feril Brynjars. Brynjar Karl var í ítarlegu viðtali í morgun í útvarpsþættinum Harmageddon og þar svarar hann meðal annars Viðari Halldórssyni prófessor í félagsfræði. Viðar birti pistil undir yfirskriftinni „Helgar tilgangurinn meðalið?“ Þar sakar hann Brynjar meðal annars um að afreksvæða íþróttastarf barna með aðferðum sem gangi út á að heimfæra þjálfunaraðferðir fullorðinna yfir á börn, nokkuð sem teljist úrelt og gangi gegn viðurkenndum fræðum. Þetta telur Viðar ekki vera réttlætanlegt, ekki undir neinum kringumstæðum. Brynjar er spurður sérstaklega út í þessa meintu afreksvæðingu ungra barna. Að búið sé að sigta út alla aumingjana, eins og útvarpsmaðurinn orðar það, og bara þeir bestu fá að vera með. „Mér finnst ótrúlegt, af því að ég hef rosalega lítinn áhuga á því að mæta í fjölmiðla og gaspra um þessa hluti, að sjá mig knúinn til að mæta í útvarpsviðtal, vegna þess að einhver prófessor vinnur ekki heimavinnuna sína.“ Hvað áttu við? „Það sem ég á við er að þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég er með allskonar greiningar, allskonar hluti, það eru stelpur í þessu liði sem eru með skilgreiningar sem ég ætla ekkert að vera að tala um hérna. Ef hann myndi kynna sér það og tala við foreldrana, ég held að hann myndi bara skammast sín.“ Brynjar Karl segist einmitt vera á móti því að afreksskipta hópnum. Þetta snúist um elju. Þeir sem sýna minni áhuga fari í B-hóp. „Þú mátt mæta með staurfót og ég skal þjálfa þig. Svo fremi að þú sýnir elju.“ Íþróttir barna Harmageddon Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Brynjar Karl hefur heldur betur komist í kastljósið undanfarna daga einkum vegna heimildamyndarinnar Hækkum rána, sem nú er til sýninga. Þar segir af vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn Brynjars Karls. Aðferðir þjálfarans eru afar umdeildar, ýmist er hann lofaður eða gagnrýndur harðlega. Vísir hefur fjallað ítarlega um myndina og feril Brynjars. Brynjar Karl var í ítarlegu viðtali í morgun í útvarpsþættinum Harmageddon og þar svarar hann meðal annars Viðari Halldórssyni prófessor í félagsfræði. Viðar birti pistil undir yfirskriftinni „Helgar tilgangurinn meðalið?“ Þar sakar hann Brynjar meðal annars um að afreksvæða íþróttastarf barna með aðferðum sem gangi út á að heimfæra þjálfunaraðferðir fullorðinna yfir á börn, nokkuð sem teljist úrelt og gangi gegn viðurkenndum fræðum. Þetta telur Viðar ekki vera réttlætanlegt, ekki undir neinum kringumstæðum. Brynjar er spurður sérstaklega út í þessa meintu afreksvæðingu ungra barna. Að búið sé að sigta út alla aumingjana, eins og útvarpsmaðurinn orðar það, og bara þeir bestu fá að vera með. „Mér finnst ótrúlegt, af því að ég hef rosalega lítinn áhuga á því að mæta í fjölmiðla og gaspra um þessa hluti, að sjá mig knúinn til að mæta í útvarpsviðtal, vegna þess að einhver prófessor vinnur ekki heimavinnuna sína.“ Hvað áttu við? „Það sem ég á við er að þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég er með allskonar greiningar, allskonar hluti, það eru stelpur í þessu liði sem eru með skilgreiningar sem ég ætla ekkert að vera að tala um hérna. Ef hann myndi kynna sér það og tala við foreldrana, ég held að hann myndi bara skammast sín.“ Brynjar Karl segist einmitt vera á móti því að afreksskipta hópnum. Þetta snúist um elju. Þeir sem sýna minni áhuga fari í B-hóp. „Þú mátt mæta með staurfót og ég skal þjálfa þig. Svo fremi að þú sýnir elju.“
Íþróttir barna Harmageddon Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira