Erlent

For­sætis­ráð­herrann segir af sér eftir hand­töku stjórnar­and­stöðu­leið­toga

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 45 ára Giorgi Gakharia hefur gegnt embættinu frá í september 2019.
Hinn 45 ára Giorgi Gakharia hefur gegnt embættinu frá í september 2019. Getty

Giorgi Gakahria, forsætisráðherra Georgíu, hefur sagst ætla að segja af sér embætti eftir að leiðtogi stjórnarandstöðu landsins var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Gakahria segist grípa til þessa ráðs í tilraun til að koma í veg fyrir frekari klofning meðal þjóðarinnar.

Mikil óvissa og spenna hefur verið í georgískum stjórnmálum allt frá þingkosningunum sem fram fóru í landinu í október.

Í yfirlýsingu frá forsætisráðherranum segir hann að hann muni segja af sér vegna deilna innan eigin flokks um handtökuna á stjórnarandstöðuleiðtoganum Nika Melia, formanni Sameinuðu þjóðarhreyfingarinnar.

„Því miður tókst mér ekki að ná samstöðu innan míns liðs um málið svo ég hef ákveðið að segja af mér,“ segir hinn 45 ára Gakharia sem hefur gegnt embættinu frá í september 2019. Sagði hann óeiningu innan ríkisstjórnarinnar geta ógnað heilsu og lífi Georgíumanna og valdið auknum klofningi meðal þjóðarinnar.

Hinn 41 árs gamli Melia var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að dómstóll hafnaði kröfu um að honum yrði sleppt gegn tryggingu. Hann er sakaður um að hafa skipulagt miklar óeirðir og ofbeldi í fjöldamótmælum í höfuðborginni Tbilisi árið 2019.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×