Fótbolti

Önnur argentínsk goðsögn fallin frá

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leopoldo í leik gegn Brasilíu þann 4. janáur 1981.
Leopoldo í leik gegn Brasilíu þann 4. janáur 1981. vísir/Hulton Archive

Einungis þremur mánuðum eftir að Diego Armanda Maradona féll frá þá er önnur argentínsk goðsögn fallinn frá. Leopoldo Luque er látinn.

Leopoldo lést í gær en hann hefur verið veikur í nokkurn tíma. Hann var lagður inn á sjúkrahús um jólin eftir að hann greindist með kórónuveiruna.

Hann var 71 árs er hann lést en hann var einn af leikmönnunum í argentínska landsliðinu sem varð heimsmeistari á heimavelli árið 1978.

Luque skoraði meðal annars tvö mörk er Argentína vann 6-0 sigur á Perú í milliriðlinum sem tryggði Argentínu sæti í úrslitaleiknum, í þáverandi fyrirkomulagi.

Þá voru ekki spilaðir undanúrslitaleikir en hann spilaði einnig í 3-1 sigrinum á Hollandi í úrslitaleiknum. Hann skoraði fjögur mörk á HM 1978.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×