Innlent

Ís­lendingar gífur­lega gi­stiglaðir innan­lands í fyrra

Heimir Már Pétursson skrifar

Gistinóttum Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði margfallt á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Fleiri Íslendingar bóka hótel fyrr á þessu ári en í fyrra.

Þegar Íslendingum varð ljóst að þeir kæmust ekki mikið til útlanda síðasta sumar hópuðust þeir í ferðalög um landið. Hótel- og veitingastaðaeigendur víðs vegar um land buðu margir sérstök kjör og stjórnvöld gáfu landsmönnum ferðagjöf.

heimild turisti.is

Ferðagleði Íslendinga dreifðist þó misjafnlega milli landshluta. Því gistinóttum þeirra á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði aðeins um átta þúsund og þeim fækkaði um tvö þúsund á Suðurnesjum.

Samkvæmt samantekt ferðasíðunnar turisti.is fjölgaði gistinóttum hins vegar gífurlega annars staðar á landinu. Úr tæplega átján þúsund í ríflega 52 þúsund á Vesturlandi og Vestfjörðum og úr rúmlega sautján þúsund í ríflega 82 þúsund á Norðurlandi.

Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Fosshótela.Vísir/Egill

Gríðarlegt stökk varð á Austurlandi þar sem gistinóttum fjölgaði úr 4.700 í rétt rúmlega 29 þúsund og á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum Íslendinga í sumarmánuðunum þremur úr rétt rúmlega 27 þúsund í 83 þúsund frá sömu mánuðum árið 2019.

Margir áttu erfitt með að finna gistingu í fyrra sumar þegar menn ruku fyrirvaralítið út á land og ætluðu að láta slag standa með gistinguna. Nú eru hins vegar vísbendingar um að fleiri ætli að hafa vaðið fyrir neðan sig en þá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.