Fótbolti

Sjáðu hvernig Mbappé fór með Barcelona vörnina í Meistaradeildinni í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gerard Pique og félagar í Barcelona réðu ekkert við Kylian Mbappe í gær.
Gerard Pique og félagar í Barcelona réðu ekkert við Kylian Mbappe í gær. AP/Joan Monfort

Kylian Mbappé skoraði glæsilega og sögulega þrennu á móti Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar i gærkvöldi.

Barcelona liðið spilar væntanlega ekki fleiri heimaleiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili eftir að hafa fengið útreið á heimavelli á móti Kylian Mbappé og félögum í Paris Saint Germain í gærkvöldi.

PSG vann leikinn 4-1 og á seinni leikinn eftir á heimavelli sínum. Það var heldur fátt í leiknum í gær sem bendir til þess að Barcelona geti gert eitthvað í París.

Maður leiksins var án efa franski landsliðsframherjinn Kylian Mbappé sem blómstraði í fjarveru Neymar sem gat ekki spilað vegna meiðsla.

Klippa: Þrenna Kylian Mbappé á móti Barcelona

Mbappé skoraði þrennu í leiknum og ofar en ekki var vandræðalegt að fylgjast með varnarmönnum Barcelona reyna að halda aftur af honum.

Mbappé varð líka fyrstur til að skora þrennu á móti Barclona á Nývangi í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og sá fyrsti í meira en tvo áratugi til að skora Evrópuþrennu á móti Barca á heimavelli spænsku risanna.

Mörk Kylian Mbappé voru líka af fallegri gerðinni og sýndu það svart á hvítu hversu öflugur knattspyrnumaður þessi 22 ára Frakki er orðinn.

Hér fyrir ofan má sjá mörkin hjá Kylian Mbappé í leiknum í gær og hér fyrir neðan eru fleiri tilþrif hjá Frakkanum í þessum leik.

Klippa: Mörk Mbappé á móti Barcelona




Fleiri fréttir

Sjá meira


×