Sagði að það væri áhætta fyrir Man. City að fá „áhugalausan“ Messi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2021 08:00 Lionel Messi niðurlútur. getty/David Ramos Lionel Messi virkaði áhugalaus þegar Barcelona steinlá fyrir Paris Saint-Germain, 1-4, í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Þetta segir Joe Cole, fyrrverandi landsliðsmaður Englands. Messi kom Barcelona yfir með marki úr vítaspyrnu á 25. mínútu en eftir það tók PSG, og þá aðallega Kylian Mbappé, yfir. Frakkinn sýndi allar sínar bestu hliðar í gær og skoraði þrennu. Cole fannst hins vegar ekki mikið til frammistöðu Messis í leiknum á Nývangi koma. „Hann leit út fyrir að vera áhugalaus. Það er mjög erfitt fyrir fyrrverandi fótboltamann að gagnrýna hann því hann er snillingur og sá besti í sögunni en í dag leit hann ekki út fyrir að vera andlega tilbúinn,“ sagði Cole á BT Sport. „Hann er leiðtogi eins og [Gerard] Pique og [Sergio] Busquets. Hryggjarstykkið í Barcelona-liðinu virkar aumt og það hrundi.“ Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og hann hefur meðal annars verið orðaður við Manchester City. Cole segir að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, ætti að hugsa sig tvisvar um að fá Messi eftir frammistöðu hans í gær. „Þetta er áhætta ef 34 ára Messi spilar eins og hann gerði í kvöld. Að bæta honum við lið þar sem Guardiola leggur áherslu á orku, ákefð og samheldni,“ sagði Cole. „Það gæti orðið erfitt fyrir hann að koma inn í þessi bestu lið því hann þyrfti að spila og hreyfa sig eins og hann gerði fyrir þremur til fjórum árum.“ Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Tengdar fréttir „PSG heilsteyptara lið en við“ Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, var bugaður í viðtali eftir 1-4 tap sinna manna á heimavelli gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. febrúar 2021 22:46 Magnaður Mbappé sökkti Messi og félögum á Nývangi Paris Saint-Germain gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 útisigur á Nývangi í Katalóníu er það heimsótti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ekki var að sjá að PSG saknaði brasilísku stórstjörnunnar Neymar í kvöld. 16. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Messi kom Barcelona yfir með marki úr vítaspyrnu á 25. mínútu en eftir það tók PSG, og þá aðallega Kylian Mbappé, yfir. Frakkinn sýndi allar sínar bestu hliðar í gær og skoraði þrennu. Cole fannst hins vegar ekki mikið til frammistöðu Messis í leiknum á Nývangi koma. „Hann leit út fyrir að vera áhugalaus. Það er mjög erfitt fyrir fyrrverandi fótboltamann að gagnrýna hann því hann er snillingur og sá besti í sögunni en í dag leit hann ekki út fyrir að vera andlega tilbúinn,“ sagði Cole á BT Sport. „Hann er leiðtogi eins og [Gerard] Pique og [Sergio] Busquets. Hryggjarstykkið í Barcelona-liðinu virkar aumt og það hrundi.“ Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og hann hefur meðal annars verið orðaður við Manchester City. Cole segir að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, ætti að hugsa sig tvisvar um að fá Messi eftir frammistöðu hans í gær. „Þetta er áhætta ef 34 ára Messi spilar eins og hann gerði í kvöld. Að bæta honum við lið þar sem Guardiola leggur áherslu á orku, ákefð og samheldni,“ sagði Cole. „Það gæti orðið erfitt fyrir hann að koma inn í þessi bestu lið því hann þyrfti að spila og hreyfa sig eins og hann gerði fyrir þremur til fjórum árum.“ Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Tengdar fréttir „PSG heilsteyptara lið en við“ Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, var bugaður í viðtali eftir 1-4 tap sinna manna á heimavelli gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. febrúar 2021 22:46 Magnaður Mbappé sökkti Messi og félögum á Nývangi Paris Saint-Germain gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 útisigur á Nývangi í Katalóníu er það heimsótti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ekki var að sjá að PSG saknaði brasilísku stórstjörnunnar Neymar í kvöld. 16. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
„PSG heilsteyptara lið en við“ Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, var bugaður í viðtali eftir 1-4 tap sinna manna á heimavelli gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. febrúar 2021 22:46
Magnaður Mbappé sökkti Messi og félögum á Nývangi Paris Saint-Germain gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 útisigur á Nývangi í Katalóníu er það heimsótti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ekki var að sjá að PSG saknaði brasilísku stórstjörnunnar Neymar í kvöld. 16. febrúar 2021 22:00