Sagði að það væri áhætta fyrir Man. City að fá „áhugalausan“ Messi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2021 08:00 Lionel Messi niðurlútur. getty/David Ramos Lionel Messi virkaði áhugalaus þegar Barcelona steinlá fyrir Paris Saint-Germain, 1-4, í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Þetta segir Joe Cole, fyrrverandi landsliðsmaður Englands. Messi kom Barcelona yfir með marki úr vítaspyrnu á 25. mínútu en eftir það tók PSG, og þá aðallega Kylian Mbappé, yfir. Frakkinn sýndi allar sínar bestu hliðar í gær og skoraði þrennu. Cole fannst hins vegar ekki mikið til frammistöðu Messis í leiknum á Nývangi koma. „Hann leit út fyrir að vera áhugalaus. Það er mjög erfitt fyrir fyrrverandi fótboltamann að gagnrýna hann því hann er snillingur og sá besti í sögunni en í dag leit hann ekki út fyrir að vera andlega tilbúinn,“ sagði Cole á BT Sport. „Hann er leiðtogi eins og [Gerard] Pique og [Sergio] Busquets. Hryggjarstykkið í Barcelona-liðinu virkar aumt og það hrundi.“ Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og hann hefur meðal annars verið orðaður við Manchester City. Cole segir að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, ætti að hugsa sig tvisvar um að fá Messi eftir frammistöðu hans í gær. „Þetta er áhætta ef 34 ára Messi spilar eins og hann gerði í kvöld. Að bæta honum við lið þar sem Guardiola leggur áherslu á orku, ákefð og samheldni,“ sagði Cole. „Það gæti orðið erfitt fyrir hann að koma inn í þessi bestu lið því hann þyrfti að spila og hreyfa sig eins og hann gerði fyrir þremur til fjórum árum.“ Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Tengdar fréttir „PSG heilsteyptara lið en við“ Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, var bugaður í viðtali eftir 1-4 tap sinna manna á heimavelli gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. febrúar 2021 22:46 Magnaður Mbappé sökkti Messi og félögum á Nývangi Paris Saint-Germain gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 útisigur á Nývangi í Katalóníu er það heimsótti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ekki var að sjá að PSG saknaði brasilísku stórstjörnunnar Neymar í kvöld. 16. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Messi kom Barcelona yfir með marki úr vítaspyrnu á 25. mínútu en eftir það tók PSG, og þá aðallega Kylian Mbappé, yfir. Frakkinn sýndi allar sínar bestu hliðar í gær og skoraði þrennu. Cole fannst hins vegar ekki mikið til frammistöðu Messis í leiknum á Nývangi koma. „Hann leit út fyrir að vera áhugalaus. Það er mjög erfitt fyrir fyrrverandi fótboltamann að gagnrýna hann því hann er snillingur og sá besti í sögunni en í dag leit hann ekki út fyrir að vera andlega tilbúinn,“ sagði Cole á BT Sport. „Hann er leiðtogi eins og [Gerard] Pique og [Sergio] Busquets. Hryggjarstykkið í Barcelona-liðinu virkar aumt og það hrundi.“ Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og hann hefur meðal annars verið orðaður við Manchester City. Cole segir að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, ætti að hugsa sig tvisvar um að fá Messi eftir frammistöðu hans í gær. „Þetta er áhætta ef 34 ára Messi spilar eins og hann gerði í kvöld. Að bæta honum við lið þar sem Guardiola leggur áherslu á orku, ákefð og samheldni,“ sagði Cole. „Það gæti orðið erfitt fyrir hann að koma inn í þessi bestu lið því hann þyrfti að spila og hreyfa sig eins og hann gerði fyrir þremur til fjórum árum.“ Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Tengdar fréttir „PSG heilsteyptara lið en við“ Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, var bugaður í viðtali eftir 1-4 tap sinna manna á heimavelli gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. febrúar 2021 22:46 Magnaður Mbappé sökkti Messi og félögum á Nývangi Paris Saint-Germain gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 útisigur á Nývangi í Katalóníu er það heimsótti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ekki var að sjá að PSG saknaði brasilísku stórstjörnunnar Neymar í kvöld. 16. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
„PSG heilsteyptara lið en við“ Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, var bugaður í viðtali eftir 1-4 tap sinna manna á heimavelli gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. febrúar 2021 22:46
Magnaður Mbappé sökkti Messi og félögum á Nývangi Paris Saint-Germain gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 útisigur á Nývangi í Katalóníu er það heimsótti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ekki var að sjá að PSG saknaði brasilísku stórstjörnunnar Neymar í kvöld. 16. febrúar 2021 22:00