Erlent

Minnst ellefu látnir vegna af­taka­veðurs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mikil hálka hefur verið á vegum í suðurríkjum Bandaríkjanna.
Mikil hálka hefur verið á vegum í suðurríkjum Bandaríkjanna. Getty/Brett Carlsen

Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi.

Dauðsföll vegna veðursins hafa verið tilkynnt í Tennessee, Texas, Kentucky og Louisiana og er óhætt að segja að þar sjáist slíkt veður sjaldan.

Meira en 150 milljón Bandaríkjamenn búa nú við vetrarfærð að sögn Bandarísku veðurstofunnar og búast má við allt að þrjátíu sentimetrum af jafnföllnum snjó í ríkjum á borð við Texas, Oklahoma og Kansas.

Víða hefur rafmagn dottið út vegna álags á raforkukerfið, sérstaklega í Texas, en veðrið hefur einnig teygt anga sína til norðurhluta Mexíkó, þar sem meira en fjögur milljón heimili og fyrirtæki misstu rafmagn í gær.

Mikil hálka er á vegum og í Texas urðu um 120 umferðarslys sem rakin eru til hálku, bara á sunnudag. Yfirvöld sums staðar í Louisiana hafa gripið til þess ráðs að setja á útgöngubann til þess að koma í veg fyrir að fólk sé á ferðinni á ísilögðum vegum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×