Mikil hálka hefur verið á vegum í suðurríkjum Bandaríkjanna.Getty/Brett Carlsen
Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi.
Meira en 150 milljón Bandaríkjamenn búa nú við vetrarfærð að sögn Bandarísku veðurstofunnar og búast má við allt að þrjátíu sentimetrum af jafnföllnum snjó í ríkjum á borð við Texas, Oklahoma og Kansas.
Víða hefur rafmagn dottið út vegna álags á raforkukerfið, sérstaklega í Texas, en veðrið hefur einnig teygt anga sína til norðurhluta Mexíkó, þar sem meira en fjögur milljón heimili og fyrirtæki misstu rafmagn í gær.
Mikil hálka er á vegum og í Texas urðu um 120 umferðarslys sem rakin eru til hálku, bara á sunnudag. Yfirvöld sums staðar í Louisiana hafa gripið til þess ráðs að setja á útgöngubann til þess að koma í veg fyrir að fólk sé á ferðinni á ísilögðum vegum.
Mikill viðbúnaður er nú í flestum ríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu sem gengið hefur yfir stóran hluta landsins og ekki síst í ríkjum sem alla jafna sjá ekki mikinn snjó.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.