Fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum í tengslum við morðið í Rauðagerði Eiður Þór Árnason skrifar 16. febrúar 2021 18:30 Mennirnir voru leiddir fyrir dómara í kvöld. vísir/vilhelm Lögreglan ætlar að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir þremur karlmönnum sem handteknir voru í gær í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við morð sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík. Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. Fram kom í dag að rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem „langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi,“ sé á meðal mannanna þriggja. Alls eru fjórir í haldi lögreglu vegna málsins en karlmaður frá Litháen hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar. Gerð var húsleit á nokkrum stöðum í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var meðal annars ráðist í aðgerðir á Suðurlandi. Lögregla hefur rætt við fjölda vitna í tengslum við málið að sögn Margeirs Sveinssonar yfirlögregluþjóns, sem stýrir rannsókn lögreglu. Rannsókn beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Lagt hald á nokkra muni Sérsveit ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti aðstoðuðu við aðgerðirnar í gær. Maðurinn sem skotinn var til bana í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni. Saman eiga þau ungt barn og áttu von á öðru barni. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vildi ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana karlmanninum sé þeirra á meðal. Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Íslendings leitað í tengslum við manndrápið Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við. 15. febrúar 2021 18:52 Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fram kom í dag að rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem „langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi,“ sé á meðal mannanna þriggja. Alls eru fjórir í haldi lögreglu vegna málsins en karlmaður frá Litháen hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar. Gerð var húsleit á nokkrum stöðum í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var meðal annars ráðist í aðgerðir á Suðurlandi. Lögregla hefur rætt við fjölda vitna í tengslum við málið að sögn Margeirs Sveinssonar yfirlögregluþjóns, sem stýrir rannsókn lögreglu. Rannsókn beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Lagt hald á nokkra muni Sérsveit ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti aðstoðuðu við aðgerðirnar í gær. Maðurinn sem skotinn var til bana í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni. Saman eiga þau ungt barn og áttu von á öðru barni. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vildi ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana karlmanninum sé þeirra á meðal.
Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Íslendings leitað í tengslum við manndrápið Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við. 15. febrúar 2021 18:52 Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01
Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38
Íslendings leitað í tengslum við manndrápið Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við. 15. febrúar 2021 18:52
Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31