Erlent

Suu Kyi á­kærð vegna brota á lögum um náttúru­ham­farir

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Munkar mótmæla valdaráninu í Mjanmar og halda uppi myndum af Aung San Suu Kyi og krefjast þess að hún verði leyst úr haldi.
Munkar mótmæla valdaráninu í Mjanmar og halda uppi myndum af Aung San Suu Kyi og krefjast þess að hún verði leyst úr haldi. Getty/ Hkun Lat

Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar sem hefur verið í haldi frá því að herinn rændi völdum í byrjun febrúar, var í dag ákærð fyrir að hafa brotið lög um náttúruhamfarir. Ekki er ljóst hvað meint lögbrot varða.

Suu Kyi mætti fyrir dóm í dag, í gegn um fjarfundabúnað, en hún var fyrr í mánuðinum ákærð fyrir að hafa brotið innflutningslög landsins og að hafa haft í vörslu sinni ólögleg fjarskiptatæki. Suu Kyi var tekin höndum eftir að herinn rændi völdum þann 1. febrúar síðastliðinn og hefur hún verið í gæsluvarðhaldi síðan.

Herforingjastjórnin ítrekaði það fyrr í dag að hún muni efna til nýrra kosninga fljótlega, eins og hún hefur lofað, og muni í kjölfarið láta af völdum.

Andstæðingar herforingjastjórnarinnar hafa undanfarnar vikur mótmælt valdaráninu og hafa hundruð þúsundir tekið þátt í mótmælunum víða um landið. Mótmælendur hafa meðal annars krafist þess að lýðræðislega kjörnum fulltrúum verði sleppt úr haldi, þar á meðal Suu Kyi.

Suu Kyi hefur verið haldið í stofufangelsi og sögðu lögmenn hennar fyrir dómi í dag að henni liði vel. Mál hennar verður næst tekið fyrir í dómssal þann 1. mars.


Tengdar fréttir

Suu Kyi lengur í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Aung San Suu Kyi, kjörnum leiðtoga Mjanmar, var framlengdur í dag. Herinn hótar mótmælendum tuttugu ára fangelsisdómum.

Hóta því að fangelsa mótmælendur í tuttugu ár

Her Mjanmar hefur varað mótmælendur í landinu við því að þeir gætu verið dæmdir til tuttugu ára fangelsisvistar. Sömuleiðis gætu mótmælendur þurft að greiða háar sektir fyrir mótmæli gegn valdaráni hersins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×