Ekki ljóst hvort bólusettir geti borið veiruna til landsins Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2021 19:30 Sóttvarnalæknir vildi að heilbrigðisráðherra drægi til baka ákvörðun um að undanskilja þá tvöfaldri skimun á landamærunum geti þeir sýnt fram á að þeir hafi verið bólusettir við kórónuveirunni. Ekki liggi fyrir vísindalega séð hvort þeir sem eru bólusettir geti borið veiruna án þess að veikjast og þannig smitað aðra. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun reglugerð um aðgerðir á landamærunum taka gildi á föstudag og gilda til 30. apríl. Reglurnar eru byggðar á tillögum sóttvarnalæknis. Stærsta breytingin er sú að farþegar sem ætla sér til Íslands verði að geta sýnt fram á neikvætt kórónuveiruprófu sem tekið var innan 72 klukkustunda fyrir brottför. Um er að ræða svokallað PCR-próf sem einnig er beitt við skimun á landamærunum. Ráðherra sagði að þeir sem ekki geta sýnt fram á að neikvætt próf eigi ekki að fá að fara um borð í flugvél sem er á leið til Íslands. Þeir sem geta sýnt fram á neikvætt próf þurfa einnig að undirgangast tvöfalda skimun og sóttkví við komuna til landsins. Heilbrigðisráðherra sagðist hafa farið eftir öllum tillögum sóttvarnalæknis nema einni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir fór fram á að sú ákvörðun yrði dregin til baka að þeir sem eru bólusettir séu undanskildir tvöfaldri skimun og sóttkví við komuna til landsins. Ísland var eitt af fyrstu ríkjunum til að undanskilja bólusetta frá aðgerðum á landamærum og nú hafa nokkrar Evrópuþjóðir bæst við í hópinn að sögn ráðherra. Telur skynsamlegra að bíða Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki lagt slíkt til þegar sú reglugerðarbreyting tók gildi í janúar. „Það hefur verið þannig að þeir sem hafa fengið covid áður og geta sýnt fram á það með vottorði eru undanþegnir skimun á landamærunum og það verður engin breyting á því. Þeir sem hafa verið bólusettir gegn veirunni hafa verið undanskildir aðgerðum á landamærunum með reglugerð frá því í janúar. Ég vildi taka það til baka því það liggur ekki fyrir vísindalega séð hvort bólusettir einstaklingar geta borið með sér veiruna án þess að veikjast og þannig smita aðra. Það er von á slíkum niðurstöðum á næstunni og ég held að það væri skynsamlegt að bíða eftir því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Heilbrigðisráðherra sagði við fréttastofu í morgun að stjórnvöld vildu skoða málið betur og sjá hvernig baráttunni við faraldurinn framvindur áður en frekari ákvörðun verður tekin um þá sem framvísa bólusetningaskírteinum á landamærunum. Þórólfur segist hlíta ákvörðun ráðherrans. Þarf að tryggja landamærin áður en slakað er á Ekkert smit hefur greinst innanlands síðustu fjóra daga og ekkert samfélagssmit verið innanlands í 25 daga. Heilbrigðisráðherra sagðist vænta þess að fá tillögur um frekari tilslakanir frá sóttvarnalækni á næstu dögum og að mögulega yrði ráðist í tilslakanir í næstu viku. Þórólfur vill þó bíða og sjá. „Ég held að við þurfum fyrst að bíða og sjá. Vika tvö rétt að byrja frá því við slökuðum síðast á innanlands. Við þurfum að tryggja landamærin fyrst að mínu mati áður en við förum að slaka frekar á hérna innanlands. Ég ætla að sjá hvað gerist núna í þessari viku,“ segir Þórólfur. Þannig að við eigum ekki von á tillögum frá þér fyrr en í næstu viku? „Eða um helgina kannski næstu, við sjáum bara til.“ Hann segir nýju reglurnar um neikvætt PCR-próf við brottför gera það að verkum að hægt sé að tryggja eins vel og mögulegt er að kórónuveiran rati ekki inn í landið á sama tíma og verið sé að slaka á aðgerðum innanlands. „Og líka í ljósi þess að faraldurinn er í útbreiðslu erlendis og við erum að fá ný afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi. Við þurfum að halda ástandinu eins góðu innanlands þar til við náum ágætis útbreiðslu á bólusetningu innanlands.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. 16. febrúar 2021 11:25 Heilbrigðisráðherra ræddi tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 10:19 Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23 Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun reglugerð um aðgerðir á landamærunum taka gildi á föstudag og gilda til 30. apríl. Reglurnar eru byggðar á tillögum sóttvarnalæknis. Stærsta breytingin er sú að farþegar sem ætla sér til Íslands verði að geta sýnt fram á neikvætt kórónuveiruprófu sem tekið var innan 72 klukkustunda fyrir brottför. Um er að ræða svokallað PCR-próf sem einnig er beitt við skimun á landamærunum. Ráðherra sagði að þeir sem ekki geta sýnt fram á að neikvætt próf eigi ekki að fá að fara um borð í flugvél sem er á leið til Íslands. Þeir sem geta sýnt fram á neikvætt próf þurfa einnig að undirgangast tvöfalda skimun og sóttkví við komuna til landsins. Heilbrigðisráðherra sagðist hafa farið eftir öllum tillögum sóttvarnalæknis nema einni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir fór fram á að sú ákvörðun yrði dregin til baka að þeir sem eru bólusettir séu undanskildir tvöfaldri skimun og sóttkví við komuna til landsins. Ísland var eitt af fyrstu ríkjunum til að undanskilja bólusetta frá aðgerðum á landamærum og nú hafa nokkrar Evrópuþjóðir bæst við í hópinn að sögn ráðherra. Telur skynsamlegra að bíða Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki lagt slíkt til þegar sú reglugerðarbreyting tók gildi í janúar. „Það hefur verið þannig að þeir sem hafa fengið covid áður og geta sýnt fram á það með vottorði eru undanþegnir skimun á landamærunum og það verður engin breyting á því. Þeir sem hafa verið bólusettir gegn veirunni hafa verið undanskildir aðgerðum á landamærunum með reglugerð frá því í janúar. Ég vildi taka það til baka því það liggur ekki fyrir vísindalega séð hvort bólusettir einstaklingar geta borið með sér veiruna án þess að veikjast og þannig smita aðra. Það er von á slíkum niðurstöðum á næstunni og ég held að það væri skynsamlegt að bíða eftir því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Heilbrigðisráðherra sagði við fréttastofu í morgun að stjórnvöld vildu skoða málið betur og sjá hvernig baráttunni við faraldurinn framvindur áður en frekari ákvörðun verður tekin um þá sem framvísa bólusetningaskírteinum á landamærunum. Þórólfur segist hlíta ákvörðun ráðherrans. Þarf að tryggja landamærin áður en slakað er á Ekkert smit hefur greinst innanlands síðustu fjóra daga og ekkert samfélagssmit verið innanlands í 25 daga. Heilbrigðisráðherra sagðist vænta þess að fá tillögur um frekari tilslakanir frá sóttvarnalækni á næstu dögum og að mögulega yrði ráðist í tilslakanir í næstu viku. Þórólfur vill þó bíða og sjá. „Ég held að við þurfum fyrst að bíða og sjá. Vika tvö rétt að byrja frá því við slökuðum síðast á innanlands. Við þurfum að tryggja landamærin fyrst að mínu mati áður en við förum að slaka frekar á hérna innanlands. Ég ætla að sjá hvað gerist núna í þessari viku,“ segir Þórólfur. Þannig að við eigum ekki von á tillögum frá þér fyrr en í næstu viku? „Eða um helgina kannski næstu, við sjáum bara til.“ Hann segir nýju reglurnar um neikvætt PCR-próf við brottför gera það að verkum að hægt sé að tryggja eins vel og mögulegt er að kórónuveiran rati ekki inn í landið á sama tíma og verið sé að slaka á aðgerðum innanlands. „Og líka í ljósi þess að faraldurinn er í útbreiðslu erlendis og við erum að fá ný afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi. Við þurfum að halda ástandinu eins góðu innanlands þar til við náum ágætis útbreiðslu á bólusetningu innanlands.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. 16. febrúar 2021 11:25 Heilbrigðisráðherra ræddi tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 10:19 Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23 Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. 16. febrúar 2021 11:25
Heilbrigðisráðherra ræddi tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 10:19
Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23
Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15