Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 15:24 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnir fyrirhugaðar breytingar á landamærum eftir ríkisstjórnarfund í dag. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. Hún telur kröfu um að allir framvísi PCR-prófi áður en þeir koma til landsins standast stjórnarskrá og tekur ekki undir efasemdir sem komið hafa fram þess efnis. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti eftir ríkisstjórnarfund í dag að nýja reglugerðin á landamærunum taki gildi á föstudag. Komufarþegar verði þar með krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað, sem þurfi að sýna neikvæða niðurstöðu fyrir kórónuveirunni. Prófið megi jafnframt ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Breytingin gildi fyrir alla, einnig Íslendinga sem koma til landsins, út apríl. Komið hafa fram efasemdir um hvort krafan um PCR-prófið standist stjórnarskrá. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður veltir þessu til dæmis upp á Facebook-síðu sinni í dag: „Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál hvort ráðherrann hafi gluggað í stjórnarskránna. Þar segir í 2. mgr. 66. gr.: „Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi.“ Þessi stjórnarskrárregla er fortakslaus og sætir ekki undantekningum.“ Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál...Posted by Arnar Þór Stefánsson on Þriðjudagur, 16. febrúar 2021 Þá spurði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar heilbrigðisráðherra hvernig breytingin muni samræmast stjórnarskrá. „[…] sem segir að íslenskum ríkisborgara verði ekki meinað að koma til landsins né verði honum vísað úr landi. Ef íslenskur ríkisborgari er ekki með þetta próf, hvernig ætlum við að haga málum á landamærum?“ spurði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm Svandís kvaðst ekki taka undir þessar efasemdir og það gerði ráðuneyti hennar ekki heldur. Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. „[…] enda höfum við á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis farið yfir það hvernig þær tillögur samræmast lögum og reglum og þar með talið stjórnarskrá, þó að það liggi auðvitað algerlega fyrir að íslenskum ríkisborgurum verður aldrei vísað frá landinu. Það myndi aldrei ganga.“ Þessa afstöðu ítrekaði Svandís í svari við fyrirspurn Olgu Margrétar Cilia varaþingmanns Pírata. „Það þá hins vegar hvað tekur við og hvernig verður framkvæmdin þá, það er spurning sem er enn ósvarað og við skoðum með hliðsjón af jafnræði og meðalhófi og öðrum meginreglum stjórnsýsluréttarins því að það þurfum við allt saman að uppfylla,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15 Fjórða daginn í röð greindist enginn innanlands Fjórða daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. 16. febrúar 2021 10:43 Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 09:25 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti eftir ríkisstjórnarfund í dag að nýja reglugerðin á landamærunum taki gildi á föstudag. Komufarþegar verði þar með krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað, sem þurfi að sýna neikvæða niðurstöðu fyrir kórónuveirunni. Prófið megi jafnframt ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Breytingin gildi fyrir alla, einnig Íslendinga sem koma til landsins, út apríl. Komið hafa fram efasemdir um hvort krafan um PCR-prófið standist stjórnarskrá. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður veltir þessu til dæmis upp á Facebook-síðu sinni í dag: „Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál hvort ráðherrann hafi gluggað í stjórnarskránna. Þar segir í 2. mgr. 66. gr.: „Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi.“ Þessi stjórnarskrárregla er fortakslaus og sætir ekki undantekningum.“ Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál...Posted by Arnar Þór Stefánsson on Þriðjudagur, 16. febrúar 2021 Þá spurði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar heilbrigðisráðherra hvernig breytingin muni samræmast stjórnarskrá. „[…] sem segir að íslenskum ríkisborgara verði ekki meinað að koma til landsins né verði honum vísað úr landi. Ef íslenskur ríkisborgari er ekki með þetta próf, hvernig ætlum við að haga málum á landamærum?“ spurði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm Svandís kvaðst ekki taka undir þessar efasemdir og það gerði ráðuneyti hennar ekki heldur. Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. „[…] enda höfum við á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis farið yfir það hvernig þær tillögur samræmast lögum og reglum og þar með talið stjórnarskrá, þó að það liggi auðvitað algerlega fyrir að íslenskum ríkisborgurum verður aldrei vísað frá landinu. Það myndi aldrei ganga.“ Þessa afstöðu ítrekaði Svandís í svari við fyrirspurn Olgu Margrétar Cilia varaþingmanns Pírata. „Það þá hins vegar hvað tekur við og hvernig verður framkvæmdin þá, það er spurning sem er enn ósvarað og við skoðum með hliðsjón af jafnræði og meðalhófi og öðrum meginreglum stjórnsýsluréttarins því að það þurfum við allt saman að uppfylla,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15 Fjórða daginn í röð greindist enginn innanlands Fjórða daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. 16. febrúar 2021 10:43 Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 09:25 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15
Fjórða daginn í röð greindist enginn innanlands Fjórða daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. 16. febrúar 2021 10:43
Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 09:25