Heilbrigðisráðherra ræddi tillögur Þórólfs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2021 10:19 Svandís Svavarsdóttir ræðir við blaðamenn að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur skilaði minnisblaðinu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á sunnudag. Hann hefur ekki viljað gefa upp nákvæmlega í hverju tillögur hans felast en hefur þó einkum sagt þrennt koma til greina. Í fyrsta lagi mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. Í öðru lagi væri hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð frá komufarþegum og í þriðja lagi væri síðan hægt að skylda fólk í farsóttarhús ef vafi leikur á því að fólk muni halda sóttkví. Í minnisblaðinu er ekki að finna neinar tillögur varðandi frekari tilslakanir innanlands en á mánudaginn í síðustu viku tóku síðustu tilslakanir gildi. Þórólfur sagði í gær að berja þyrfti í brestina á landamærunum áður en farið væri í frekari afléttingar innanlands. Þá minnti hann jafnframt á að það tæki viku til tvær vikur fyrir áhrif eða afleiðingar tilslakana að koma fram. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu að fundi loknum og blaðamaður ræðir við Svandísi um tillögur Þórólfs. Uppfært klukkan 11:42 Að neðan má sjá viðtal við Svandísi að loknum fundi ríkisstjórnarinnar. Nánar má lesa um málið hér.
Þórólfur skilaði minnisblaðinu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á sunnudag. Hann hefur ekki viljað gefa upp nákvæmlega í hverju tillögur hans felast en hefur þó einkum sagt þrennt koma til greina. Í fyrsta lagi mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. Í öðru lagi væri hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð frá komufarþegum og í þriðja lagi væri síðan hægt að skylda fólk í farsóttarhús ef vafi leikur á því að fólk muni halda sóttkví. Í minnisblaðinu er ekki að finna neinar tillögur varðandi frekari tilslakanir innanlands en á mánudaginn í síðustu viku tóku síðustu tilslakanir gildi. Þórólfur sagði í gær að berja þyrfti í brestina á landamærunum áður en farið væri í frekari afléttingar innanlands. Þá minnti hann jafnframt á að það tæki viku til tvær vikur fyrir áhrif eða afleiðingar tilslakana að koma fram. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu að fundi loknum og blaðamaður ræðir við Svandísi um tillögur Þórólfs. Uppfært klukkan 11:42 Að neðan má sjá viðtal við Svandísi að loknum fundi ríkisstjórnarinnar. Nánar má lesa um málið hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Sjá meira