Lukibra-málinu ekki lokið fyrir risaleikinn á Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2021 17:46 Upp úr sauð á milli Romelus Lukaku og Zlatans Ibrahimovic í Mílanóslagnum í bikarnum í síðasta mánuði. Getty/Claudio Villa Romelu Lukaku segir Zlatan Ibrahimovic ekki hafa verið með kynþáttaníð í sinn garð þegar að þeir rifust harkalega í bikarslag Mílanóliðanna í síðasta mánuði. Þeir ættu að geta mæst í stórleiknum í ítölsku A-deildinni í fótbolta um helgina. Lukaku og Zlatan fengu gult spjald hvor um sig eftir að hafa rifist, og á einum tímapunkti nuddað saman höfðum, í bikarleik Inter og AC Milan. Lukaku og félagar í Inter fögnuðu sigri en féllu svo úr leik í keppninni með tapi gegn Juventus. Zlatan fékk annað gult spjald í bikarleiknum og þar með rautt en enn er ekki ljóst hvaða refsingu hann hlýtur. Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport fjallaði um þetta og segir að niðurstaða í „Lukibra“-málinu muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir að Mílanóliðin mætast á sunnudaginn. Liðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar svo sá leikur gæti ráðið miklu um hvaða lið verður Ítalíumeistari í vor. La Gazzetta dello Sport segir jafnframt að líklegast sé hvort sem er að Zlatan fái tveggja leikja bikarleikjabann og sekt, en ekki almennt bann frá ítölskum fótbolta í ákveðinn tíma. Slíkt bann hefði hann mögulega getað fengið yrði hann fundinn sekur um kynþáttaníð en Zlatan kallaði Lukaku meðal annars asna. Með því að líkja Lukaku við dýrið asna kveðst Zlatan hafa átt við að hann væri ekki með nægilega góða tækni. Í vitnisburði Lukakus mun Belginn hafa varið Zlatan og sagt að ummæli hans hefðu ekki verið rasísk. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Lukaku og Zlatan fengu gult spjald hvor um sig eftir að hafa rifist, og á einum tímapunkti nuddað saman höfðum, í bikarleik Inter og AC Milan. Lukaku og félagar í Inter fögnuðu sigri en féllu svo úr leik í keppninni með tapi gegn Juventus. Zlatan fékk annað gult spjald í bikarleiknum og þar með rautt en enn er ekki ljóst hvaða refsingu hann hlýtur. Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport fjallaði um þetta og segir að niðurstaða í „Lukibra“-málinu muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir að Mílanóliðin mætast á sunnudaginn. Liðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar svo sá leikur gæti ráðið miklu um hvaða lið verður Ítalíumeistari í vor. La Gazzetta dello Sport segir jafnframt að líklegast sé hvort sem er að Zlatan fái tveggja leikja bikarleikjabann og sekt, en ekki almennt bann frá ítölskum fótbolta í ákveðinn tíma. Slíkt bann hefði hann mögulega getað fengið yrði hann fundinn sekur um kynþáttaníð en Zlatan kallaði Lukaku meðal annars asna. Með því að líkja Lukaku við dýrið asna kveðst Zlatan hafa átt við að hann væri ekki með nægilega góða tækni. Í vitnisburði Lukakus mun Belginn hafa varið Zlatan og sagt að ummæli hans hefðu ekki verið rasísk. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira