Ragnar Þór hvorki sakborningur né vitni í veiðiþjófnaðarmáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 12:11 Ragnar Þór Ingólfsson krefur Fréttablaðið um afsökunarbeiðni vegna fréttaflutnings af meintum þætti hans í ólöglegri netalagningu. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í rannsókn lögreglu á Suðurlandi á meintri ólöglegri netalögn, sem kærð hefur verið til embættisins. Hann krefst þess að Fréttablaðið dragi umfjöllun sína um málið tafarlaust til baka og biðji sig afsökunar. Fram kom í frétt Fréttablaðsins í morgun að veiðiþjófnaður á landi Seðlabanka Íslands á Suðurlandi hefði verið kærður til lögreglu fyrr í vetur. Blaðið hafði eftir heimildum sínum að Ragnar Þór hefði verið í hópi þriggja manna sem staðinn hefði verið að ólögregri netalögn. Ragnar Þór neitaði þó allri aðkomu að málinu í samtali við blaðið. Lögregla á Suðurlandi staðfesti við Fréttablaðið að kæra hefði borist vegna ólöglegrar netalagnar í Holtsá, sem fellur í Skaftá. Ragnar Þór hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í tengslum við málið, að því er fram kemur í svari R. Brynju Sverrisdóttur, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á Suðurlandi, við fyrirspurn Ragnars Þórs sjálfs í morgun. Daniel Isebarn Ágústsson lögmaður Ragnars sendi fjölmiðlum afrit af svari Brynju, sem sjá má í heild hér fyrir neðan. Vegna fyrirspurnar þinnar get ég svarað því til, að samkvæmt gögnum málsins er varðar meintan veiðiþjófnað og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá, þá get ég staðfest, Ragnar Þór, að þú ert hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál. Krefst leiðréttingar og afsökunarbeiðni Í öðru bréfi sem Daníel sendi Torgi og öðrum fjölmiðlum fullyrðir hann að þessar upplýsingar frá lögreglu hafilegið fyrir þegar Fréttablaðsins var unnin. Ragnar Þór sé ranglega bendlaður við málið. Daníel telur að með fréttaflutningi sínum hafi Fréttablaðið brotið gegn siðareglum blaðamanna og ákvæði fjölmiðlalaga. Þess sé því krafist að allir miðlar Torgs fjarlægi umfjallanir sínar um að Ragnar Þór hafi staðið að ólöglegu netalögninni, leiðrétti og dragi þær til baka. Þá sé krafist að Ragnar Þór verði beðinn afsökunar á umfjölluninni. „Verði ekki orðið við framangreindum kröfum mun Ragnar Þór neyðast til þess að láta reyna á framangreind ákvæði um skyldur blaðamanna og fjölmiðla.“ Fjölmiðlar Lögreglumál Skaftárhreppur Formannskjör í VR Tengdar fréttir Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. 16. febrúar 2021 09:11 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fram kom í frétt Fréttablaðsins í morgun að veiðiþjófnaður á landi Seðlabanka Íslands á Suðurlandi hefði verið kærður til lögreglu fyrr í vetur. Blaðið hafði eftir heimildum sínum að Ragnar Þór hefði verið í hópi þriggja manna sem staðinn hefði verið að ólögregri netalögn. Ragnar Þór neitaði þó allri aðkomu að málinu í samtali við blaðið. Lögregla á Suðurlandi staðfesti við Fréttablaðið að kæra hefði borist vegna ólöglegrar netalagnar í Holtsá, sem fellur í Skaftá. Ragnar Þór hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í tengslum við málið, að því er fram kemur í svari R. Brynju Sverrisdóttur, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á Suðurlandi, við fyrirspurn Ragnars Þórs sjálfs í morgun. Daniel Isebarn Ágústsson lögmaður Ragnars sendi fjölmiðlum afrit af svari Brynju, sem sjá má í heild hér fyrir neðan. Vegna fyrirspurnar þinnar get ég svarað því til, að samkvæmt gögnum málsins er varðar meintan veiðiþjófnað og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá, þá get ég staðfest, Ragnar Þór, að þú ert hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál. Krefst leiðréttingar og afsökunarbeiðni Í öðru bréfi sem Daníel sendi Torgi og öðrum fjölmiðlum fullyrðir hann að þessar upplýsingar frá lögreglu hafilegið fyrir þegar Fréttablaðsins var unnin. Ragnar Þór sé ranglega bendlaður við málið. Daníel telur að með fréttaflutningi sínum hafi Fréttablaðið brotið gegn siðareglum blaðamanna og ákvæði fjölmiðlalaga. Þess sé því krafist að allir miðlar Torgs fjarlægi umfjallanir sínar um að Ragnar Þór hafi staðið að ólöglegu netalögninni, leiðrétti og dragi þær til baka. Þá sé krafist að Ragnar Þór verði beðinn afsökunar á umfjölluninni. „Verði ekki orðið við framangreindum kröfum mun Ragnar Þór neyðast til þess að láta reyna á framangreind ákvæði um skyldur blaðamanna og fjölmiðla.“
Vegna fyrirspurnar þinnar get ég svarað því til, að samkvæmt gögnum málsins er varðar meintan veiðiþjófnað og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá, þá get ég staðfest, Ragnar Þór, að þú ert hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál.
Fjölmiðlar Lögreglumál Skaftárhreppur Formannskjör í VR Tengdar fréttir Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. 16. febrúar 2021 09:11 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. 16. febrúar 2021 09:11