Sjáðu svakalegan sprett Lukakus gegn Lazio Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2021 16:02 Marco Parolo réði ekkert við Romelu Lukaku þegar hann bjó til þriðja mark Inter gegn Lazio. getty/Alessandro Sabattini Romelu Lukaku var í miklu stuði þegar Inter sigraði Lazio, 3-1, á San Siro í gær. Með sigrinum komst Inter á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar. Lukaku skoraði tvö fyrstu mörk Inter og lagði það þriðja upp fyrir félaga sinn í framlínu liðsins, Lautaro Martínez. Belgíski framherjinn kom Inter yfir með marki úr vítaspyrnu á 22. mínútu. Hún var dæmd á Wesley Hoedt fyrir brot á Martínez. Lukaku skoraði annað mark sitt á lokamínútu fyrri hálfleiks með hægri fótar skoti eftir að boltinn hrökk til hans. Markið var upphaflega dæmt af en eftir nánari skoðun var það dæmt gilt. Þetta var þrjúhundruðasta mark Lukakus á ferlinum. Hinn 27 ára Lukaku hefur skorað 56 mörk fyrir Inter, 42 fyrir Manchester United, 87 fyrir Everton, sautján fyrir West Brom, 41 fyrir Anderlecht og 57 fyrir belgíska landsliðið. Inter moves to #1 in Serie A, @RomeluLukaku9 ties Cristiano for most goals in the league (16), and the King now has scored 3 0 0 goals for club and country. An unstoppable force, and he s only 27 pic.twitter.com/XihhCA3a7Z— Roc Nation Sports (@RocNationSports) February 15, 2021 Sergej Milinkovic-Savic minnkaði muninn fyrir Lazio skoti beint úr aukaspyrnu á 61. mínútu. Boltinn fór í samherja hans, Marco Parolo, og þaðan í markið. Þremur mínútum síðar fékk Lukaku boltann á sínum eigin vallarhelmingi og tók á mikinn sprett, skildi Parolo eftir og sendi boltann fyrir á Martínez sem skoraði í autt markið. Klippa: Inter 3-1 Lazio Inter er nú með eins stigs forskot á AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðin mætast næsta sunnudag. Milan vann fyrri leikinn. Árangur í innbyrðis viðureignum telur ef lið verða jöfn að stigum og því gæti það verið gulls ígildi að vinna Mílanó-slaginn. Lazio er í 7. sæti deildarinnar en fyrir leikinn í gær hafði liðið unnið sex deildarleiki í röð. Lukaku er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni ásamt Cristiano Ronaldo með sextán mörk. Martínez hefur skorað ellefu en þeir Lukaku mynda besta framherjaparið í deildinni. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Lukaku skoraði tvö fyrstu mörk Inter og lagði það þriðja upp fyrir félaga sinn í framlínu liðsins, Lautaro Martínez. Belgíski framherjinn kom Inter yfir með marki úr vítaspyrnu á 22. mínútu. Hún var dæmd á Wesley Hoedt fyrir brot á Martínez. Lukaku skoraði annað mark sitt á lokamínútu fyrri hálfleiks með hægri fótar skoti eftir að boltinn hrökk til hans. Markið var upphaflega dæmt af en eftir nánari skoðun var það dæmt gilt. Þetta var þrjúhundruðasta mark Lukakus á ferlinum. Hinn 27 ára Lukaku hefur skorað 56 mörk fyrir Inter, 42 fyrir Manchester United, 87 fyrir Everton, sautján fyrir West Brom, 41 fyrir Anderlecht og 57 fyrir belgíska landsliðið. Inter moves to #1 in Serie A, @RomeluLukaku9 ties Cristiano for most goals in the league (16), and the King now has scored 3 0 0 goals for club and country. An unstoppable force, and he s only 27 pic.twitter.com/XihhCA3a7Z— Roc Nation Sports (@RocNationSports) February 15, 2021 Sergej Milinkovic-Savic minnkaði muninn fyrir Lazio skoti beint úr aukaspyrnu á 61. mínútu. Boltinn fór í samherja hans, Marco Parolo, og þaðan í markið. Þremur mínútum síðar fékk Lukaku boltann á sínum eigin vallarhelmingi og tók á mikinn sprett, skildi Parolo eftir og sendi boltann fyrir á Martínez sem skoraði í autt markið. Klippa: Inter 3-1 Lazio Inter er nú með eins stigs forskot á AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðin mætast næsta sunnudag. Milan vann fyrri leikinn. Árangur í innbyrðis viðureignum telur ef lið verða jöfn að stigum og því gæti það verið gulls ígildi að vinna Mílanó-slaginn. Lazio er í 7. sæti deildarinnar en fyrir leikinn í gær hafði liðið unnið sex deildarleiki í röð. Lukaku er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni ásamt Cristiano Ronaldo með sextán mörk. Martínez hefur skorað ellefu en þeir Lukaku mynda besta framherjaparið í deildinni. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira