Vonar að stærstur hluti þjóðarinnar hafi fengið bólusetningu í sumar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 11:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vonar að það sama muni vera uppi á teningnum hér á landi hvað bólusetningar varðar og stefnt er að í Danmörku, það er að stærstur hluti þjóðarinnar verði búinn að fá bólusetningu gegn Covid-19 í sumar. Hann minnir þó á að hægt sé að nota ýmsar aðferðir við að reikna sig niður á það hve stóran hluta þjóðarinnar búið verði að bólusetja á ákveðnum tímapunkti. „Það er hægt að nota tölur um dreifingaráætlun fyrirtækjanna, það er hægt að nota tölur um áætlun miðað við það magn sem við ætlum að kaupa og svo framvegis. Þannig að menn geta gert þetta á ýmsa vegu og það er bara mjög ánægjulegt ef Danir reikna sig fram á það á þennan hátt. Ég held að við munum þá geta flotið með þeim og verið í nokkurn veginn í sömu sporum og þeir,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagðist sjálfur ætla að halda sig við það hvernig dreifingaráætlun bóluefnaframleiðendanna lítur út og hún liggur ekki fyrir nema út marsmánuð. Þórólfur sagði dreifingaráætlunina enn vera að breytast en sem betur fer frekar á þann veg að við værum að fara fá meira bóluefni heldur en minna. „Við erum hins vegar einungis ennþá með dreifingaráætlun bóluefna út mars og samkvæmt þeim áætlunum sem fyrir liggja þá munum við fá rúmlega 70 þúsund skammta í lok mars en inni í þeirri tölu er ekki magn bóluefna frá AstraZeneca í mars þannig að það er ýmislegt óljóst í þessu en ég held að við getum verið vongóð um það að við munum fara að fá meira af bóluefnum. Raunar bárust þær fréttir frá Danmörku að þeir telja sig geta verið búna að bólusetja flesta núna í sumar og vonandi mun það gilda einnig um okkur,“ sagði Þórólfur og bætti við að hann teldi að betur muni ganga að bólusetja næstu mánuði en talið hefur verið. „En það er erfitt að segja nákvæmlega hversu stóran hluta þjóðarinnar verður búið að bólusetja í sumar, þetta ræðst allt af þeim dreifingaráætlunum sem við munum fá frá framleiðendum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Hann minnir þó á að hægt sé að nota ýmsar aðferðir við að reikna sig niður á það hve stóran hluta þjóðarinnar búið verði að bólusetja á ákveðnum tímapunkti. „Það er hægt að nota tölur um dreifingaráætlun fyrirtækjanna, það er hægt að nota tölur um áætlun miðað við það magn sem við ætlum að kaupa og svo framvegis. Þannig að menn geta gert þetta á ýmsa vegu og það er bara mjög ánægjulegt ef Danir reikna sig fram á það á þennan hátt. Ég held að við munum þá geta flotið með þeim og verið í nokkurn veginn í sömu sporum og þeir,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagðist sjálfur ætla að halda sig við það hvernig dreifingaráætlun bóluefnaframleiðendanna lítur út og hún liggur ekki fyrir nema út marsmánuð. Þórólfur sagði dreifingaráætlunina enn vera að breytast en sem betur fer frekar á þann veg að við værum að fara fá meira bóluefni heldur en minna. „Við erum hins vegar einungis ennþá með dreifingaráætlun bóluefna út mars og samkvæmt þeim áætlunum sem fyrir liggja þá munum við fá rúmlega 70 þúsund skammta í lok mars en inni í þeirri tölu er ekki magn bóluefna frá AstraZeneca í mars þannig að það er ýmislegt óljóst í þessu en ég held að við getum verið vongóð um það að við munum fara að fá meira af bóluefnum. Raunar bárust þær fréttir frá Danmörku að þeir telja sig geta verið búna að bólusetja flesta núna í sumar og vonandi mun það gilda einnig um okkur,“ sagði Þórólfur og bætti við að hann teldi að betur muni ganga að bólusetja næstu mánuði en talið hefur verið. „En það er erfitt að segja nákvæmlega hversu stóran hluta þjóðarinnar verður búið að bólusetja í sumar, þetta ræðst allt af þeim dreifingaráætlunum sem við munum fá frá framleiðendum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira