Einn stærsti dagur mótmælanna í Mjanmar þrátt fyrir hótanir um handtökur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 10:32 Stuðningsmenn mótmælenda í Mjanmar ganga í gegn um miðbæ Tókíó. Getty/Takashi Aoyama Tugir þúsunda tóku þátt í fjöldamótmælum í Mjanmar, níunda daginn í röð, í nótt og í morgun. Í gær skrifaði herforinginn Min Aung Hlaing undir tilskipun sem takmarkar frelsi og réttarstöðu almennra borgara, auk þess sem löggæsluyfirvöldum var skipað að handtaka þekkta stjórnarandstæðinga tafarlaust. Verkfræðinemar marseruðu í gegn um miðborg Yangon, stærstu borgar landsins, klæddir hvítum fötum og haldandi á skiltum þar sem krafist var að Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, yrði sleppt úr haldi. Suu Kyi hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar frá 1. febrúar þegar herinn framdi valdarán. Mótmælin eru meðal þeirra stærstu sem sést hafa í landinu undanfarna áratugi. Það er óhætt að segja að mótmælin í dag hafi verið mikið sjónarspil en í Yangon var heilum flota af rútum keyrt um göturnar og flautum þeirra flautað í mótmælaskini. Mótmælendur keyrðu í gegn um höfuðborgina Naypyitaw á mótorhjólum og bílum og í bænum Dawei spiluðu tónlistarmenn á trommur. Í Waimaw héldu mótmælendur uppi fánum og sungu byltingarsöngva. Valdaránið og mótmælin hafa vakið athygli alls heimsins en Tókíóbúar gengu kröfugöngu í dag til stuðnings mótmælendum í Mjanmar. Margir héldu á myndum af Suu Kyi og segja skipuleggjendur göngunnar að um sé að ræða stærstu og fjölmennustu kröfugöngu í sögu Japan. Meira en fjögur þúsund manns tóku þátt í göngunni og kyrjuðu mótmælendur „hjálpið okkur að bjarga Mjanmar“ og „stöðvum glæpi gegn mannkyni.“ Þetta eru ekki fyrstu mótmælin til stuðnings mótmælendum í Mjanmar frá valaráninu en nokkrar kröfugöngur og mótmæli hafa verið haldin í Japan síðan þá. Sérstaklega hafa það verið mjanmarskir íbúar í Japan. Japan Mjanmar Tengdar fréttir Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13. febrúar 2021 21:57 Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Verkfræðinemar marseruðu í gegn um miðborg Yangon, stærstu borgar landsins, klæddir hvítum fötum og haldandi á skiltum þar sem krafist var að Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, yrði sleppt úr haldi. Suu Kyi hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar frá 1. febrúar þegar herinn framdi valdarán. Mótmælin eru meðal þeirra stærstu sem sést hafa í landinu undanfarna áratugi. Það er óhætt að segja að mótmælin í dag hafi verið mikið sjónarspil en í Yangon var heilum flota af rútum keyrt um göturnar og flautum þeirra flautað í mótmælaskini. Mótmælendur keyrðu í gegn um höfuðborgina Naypyitaw á mótorhjólum og bílum og í bænum Dawei spiluðu tónlistarmenn á trommur. Í Waimaw héldu mótmælendur uppi fánum og sungu byltingarsöngva. Valdaránið og mótmælin hafa vakið athygli alls heimsins en Tókíóbúar gengu kröfugöngu í dag til stuðnings mótmælendum í Mjanmar. Margir héldu á myndum af Suu Kyi og segja skipuleggjendur göngunnar að um sé að ræða stærstu og fjölmennustu kröfugöngu í sögu Japan. Meira en fjögur þúsund manns tóku þátt í göngunni og kyrjuðu mótmælendur „hjálpið okkur að bjarga Mjanmar“ og „stöðvum glæpi gegn mannkyni.“ Þetta eru ekki fyrstu mótmælin til stuðnings mótmælendum í Mjanmar frá valaráninu en nokkrar kröfugöngur og mótmæli hafa verið haldin í Japan síðan þá. Sérstaklega hafa það verið mjanmarskir íbúar í Japan.
Japan Mjanmar Tengdar fréttir Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13. febrúar 2021 21:57 Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13. febrúar 2021 21:57
Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01
Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31