Enski boltinn

Mourinho í skýjunum með framlag leikmanna sinna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Í leikslok.
Í leikslok. vísir/Getty

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir þreytu hafa gert sínu liði erfitt um vik að eiga við topplið Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Ég sá ferskt lið á móti mjög þreyttu liði en við byrjuðum leikinn mjög vel. Við stjórnuðum leiknum, skutum í stöngina og ef við hefðum komist í 1-0 hefði það kannski gefið okkur kraftinn sem þú þarft þegar þú ert þreyttur,“ sagði Mourinho í leikslok áður en hann hrósaði sínu liði í hástert.

„Ég er mjög, mjög ánægður með hugarfar leikmannanna minna. Ég var með menn inná sem spiluðu tveggja klukkutíma leik fyrir tveimur dögum og þeir gáfu allt í þetta. Ég var með leikmenn sem voru að glíma við erfiðar aðstæður en þeir voru hugrakkir,“ segir Mourinho.

Vísar Mourinho til þess að Tottenham lék bikarleik gegn Everton síðastliðið miðvikudagskvöld sem fór alla leið í framlengingu og lauk með 5-4 sigri Everton.

„Andlega veik lið hefðu gefist upp og verið refsað fyrir það en ég sá menn eins og Harry Kane, Ben Davies, Pierre-Emile Hojberg gefa allt sem þeir áttu. Ég hef ekkert slæmt að segja um mína leikmenn.“

„Það féll ekkert með okkur en síðari hálfleikurinn var virkilega erfiður,“ sagði Mourinho.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×