Fótbolti

Birkir Már sá um KA - Mikið skorað í Lengjubikarnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Birkir Már tryggði Val sigur fyrir norðan.
Birkir Már tryggði Val sigur fyrir norðan. Vísir/Vilhelm

Það rigndi mörkum í fyrstu umferð A-deildar Lengjubikars karla en tveimur leikjum er nýlokið og þar af einum úrvalsdeildarslag. 

Það var reyndar rólegasti leikur dagsins þar sem KA og Valur áttust við í Boganum á Akureyri.

Eitt mark leit dagsins ljós og það voru gestirnir sem gerðu það þegar hinn þrautreyndi Birkir Már Sævarsson fann leiðina í mark KA á 50.mínútu.

Gróttumenn fengu Keflvíkinga í heimsókn á Seltjarnarnesi en liðin hafa deildaskipti fyrir næstkomandi Íslandsmót þar sem Grótta féll úr Pepsi-Max deildinni á meðan Keflvíkingar komust upp úr Lengjudeildinni.

Grótta leiddi 3-1 í leikhléi en Keflvíkingum tókst að koma til baka og jafna metin í síðari hálfleik. Lokatölur 3-3.

Pétur Theodór Árnason gerði öll mörk Gróttu en Rúnar Þór Sigurgeirsson skoraði tvö fyrir Keflavík og Kian Williams eitt.

Í Egilshöll fór fram Lengjudeildarslagur þegar Framarar tóku á móti Þór. Þar hafði Reykjavíkurliðið betur með þremur mörkum gegn tveimur. Þórir Guðjónsson gerði tvö mörk fyrir Fram og Alex Freyr Elísson eitt en Guðni Sigþórsson og Ásgeir Maríno Baldvinsson gerðu mörk Þórsara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×