Erlent

Stór skjálfti undan strönd Japans

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn varð um níutíu kílómetrum frá borginni Namie í Fukushima-héraði.
Skjálftinn varð um níutíu kílómetrum frá borginni Namie í Fukushima-héraði. USGS

Skjálfti sem mældist 7,1 að stærð reið yfir austur af Japan um klukkan 14 í dag, eða klukkan rúmlega 23 að staðartíma.

Japönsk yfirvöld segja upptök skjálftans hafa verið á um sex kílómetra dýpi, um níutíu kílómetrum frá borginni Namie í Fukishima-héraði. Ekki hefur þó verið gefin út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftans.

Stór og mikill skjálfti, 9,0 að stærð, reið yfir á svipuðum slóðum árið 2011 sem leiddi til mikillar flóðbylgju sem skall meðal anars á Fukushima-kjarnorkuverið og olli gríðarlegum umhverfisspjöllum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×