Fótbolti

Bielsa í réttar­höldum í Frakk­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bielsa hefur stýrt Leeds upp í deild þeirra bestu og þeir eru að gera fína hluti þar í ár.
Bielsa hefur stýrt Leeds upp í deild þeirra bestu og þeir eru að gera fína hluti þar í ár. Nick Potts/Getty

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, tók þátt í réttarhöldum í Frakklandi í gær. Stjórinn var ekki mættur til Frakklands heldur tók hann þátt í gegnum myndbandssímtal frá Englandi.

Bielsa stefnir franska liðinu Lille. Argentínumaðurinn var þjálfari liðsins þangað til í desember 2017 er hann fékk reisupassann frá félaginu.

Bielsa hefur hins vegar, að hans mati, ekki fengið það greitt sem hann á inni hjá félaginu en hann segir franska liðið skulda sér nítján milljónir evra.

Get France fjölmiðillinn segir Bielsa stefna Lille um 18,87 milljónir evra og 160 þúsund evrur í aðrar skaðabætur. Stefnu hans var hafnað í mars 2018 og honum greitt að borga 300 þúsund evrur í dómskostnað en hann hafnaði því.

Bielsa tók þátt, eins og áður segir, með myndbandssímtali og ræddi þannig við réttinn en hann ræddi við réttinn í um tuttugu mínútur. Líkur eru á að dómur falli í málinu eftir um þrjá mánuði.

Bielsa tók svo við Leeds sumarið 2018 og hefur stýrt liðinu þangað til í ár við góðan orðstír.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×