Napoli stöðvaði sigurgöngu meistaranna

Nýbúinn að negla inn sigurmarkinu.
Nýbúinn að negla inn sigurmarkinu. vísir/Getty

Napoli lagði Ítalíumeistara Juventus að velli í stórleik umferðarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Á 30.mínútu var vítaspyrna dæmd eftir að VAR hafði skoðað varnartilburði Giorgio Chiellini innan vítateigs.

Lorenzo Insigne fór á vítapunktinn og skoraði af fádæma öryggi.

Reyndist það eina mark leiksins og gífurlega mikilvægur sigur heimamanna í höfn. Juventus hafði unnið þrjá deildarleiki í röð þegar kom að leik kvöldsins.

Napoli lyfti sér upp í 4.sæti deildarinnar með sigrinum og hefur nú 40 stig, tveimur stigum minna en Juventus sem er í 3.sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira