Innlent

Ekið á gangandi vegfaranda á Akureyri

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Flytja þurfti gangandi vegfaranda á bráðamóttöku eftir að ekið var á hann.
Flytja þurfti gangandi vegfaranda á bráðamóttöku eftir að ekið var á hann. Vísir/Tryggvi Páll

Um eittleytið í dag varð umferðarslys á Glerárgötu við Grænugötu á Akureyri en ekið var á gangandi vegfaranda.

Hann var fluttur á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri til aðhlynningar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Loka þurfti Glerárgötu á milli Þórunnarstrætis og Gránufélagsgötu um tíma vegna slyssins en búið er að opna veginn fyrir umferð á ný.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×