Eyddi meira en mínútu í að laga hárið áður en hann hitaði upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 13:00 Isco hefur varla tekið þátt i þessu tímabili hjá Real Madrid og var líklega að senda Zinedine Zidane skilaboð. Getty/Jose Breton Real Madrid leikmaðurinn Isco náði að hneyksla marga þegar hann hitaði upp fyrir síðasta leik spænska stórliðsins. Þetta hefur ekki verið merkilegt tímabil fyrir hinn 28 ára gamla Isco sem hefur enn ekki skorað mark á tímabilinu og þarf oftast að sætta sig við það að dúsa á varamannabekknum hjá Real Madrid. Zinedine Zidane sendi hann út að hita upp í leik Real Madrid og Getafe í spænsku deildinni í vikunni. Real vann leikinn 2-0 en Isco fékk ekki nema fjórtán mínútur. Isco var hins vegar búinn að hneyksla stóran hluta stuðningsmanna Real Madrid löngu áður en hann kom inn á völlinn. Það hefur nefnilega mikið verið gert úr hegðun hans eftir að Zidane sendi hann út að hita. Fans tear into Isco for taking well over a minute to sort out his HAIR before warming up https://t.co/3tGEFBxMvL— MailOnline Sport (@MailSport) February 11, 2021 Isco eyddi nefnilega einni mínútu og tuttugu sekúndum í það að laga hárið á sér áður en hann byrjaði upphitun sína á hliðarlínunni. Stuðningsmenn Real Madrid saka leikmanninn um að hafa sýnt Zinedine Zidane vanvirðingu með þessu háttalagi sínu. Isco er hárprúður maður og eyddi öllum þessum tíma í að setja hárið í tagl. Það á ekki að taka eina mínútu og tuttugu sekúndur. Isco bleytti hárið margoft og dundaði sér við þetta fyrir framan augun á þjálfara sínum. Hann kom loksins inn á völlinn á 76. mínútu og leysti af Marco Asensio. Karim Benzema og Ferland Mendy höfðu þá þegar komið Real Madrid í 2-0 sem urðu svo úrslit leiksins. Þetta var í ellefta skiptið sem Isco kemur inn á sem varamaður á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki. Isco átti síðast þátt í marki hjá Real Madrid í 2-0 sigri á Granada á Þorláksmessu. Hann átti þá stoðsendingu á Karim Benzema í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 78. mínútu. Spænski boltinn Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Þetta hefur ekki verið merkilegt tímabil fyrir hinn 28 ára gamla Isco sem hefur enn ekki skorað mark á tímabilinu og þarf oftast að sætta sig við það að dúsa á varamannabekknum hjá Real Madrid. Zinedine Zidane sendi hann út að hita upp í leik Real Madrid og Getafe í spænsku deildinni í vikunni. Real vann leikinn 2-0 en Isco fékk ekki nema fjórtán mínútur. Isco var hins vegar búinn að hneyksla stóran hluta stuðningsmanna Real Madrid löngu áður en hann kom inn á völlinn. Það hefur nefnilega mikið verið gert úr hegðun hans eftir að Zidane sendi hann út að hita. Fans tear into Isco for taking well over a minute to sort out his HAIR before warming up https://t.co/3tGEFBxMvL— MailOnline Sport (@MailSport) February 11, 2021 Isco eyddi nefnilega einni mínútu og tuttugu sekúndum í það að laga hárið á sér áður en hann byrjaði upphitun sína á hliðarlínunni. Stuðningsmenn Real Madrid saka leikmanninn um að hafa sýnt Zinedine Zidane vanvirðingu með þessu háttalagi sínu. Isco er hárprúður maður og eyddi öllum þessum tíma í að setja hárið í tagl. Það á ekki að taka eina mínútu og tuttugu sekúndur. Isco bleytti hárið margoft og dundaði sér við þetta fyrir framan augun á þjálfara sínum. Hann kom loksins inn á völlinn á 76. mínútu og leysti af Marco Asensio. Karim Benzema og Ferland Mendy höfðu þá þegar komið Real Madrid í 2-0 sem urðu svo úrslit leiksins. Þetta var í ellefta skiptið sem Isco kemur inn á sem varamaður á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki. Isco átti síðast þátt í marki hjá Real Madrid í 2-0 sigri á Granada á Þorláksmessu. Hann átti þá stoðsendingu á Karim Benzema í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 78. mínútu.
Spænski boltinn Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki