Þetta er það sem stuðningsmenn Everton voru að vonast eftir frá Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið að spila vel með Everton undanfarin mánuði. AP/Martin Rickett Stoðsendingaþrenna Gylfa Þórs Sigurðssonar á móti Tottenham var sú fyrsta hjá Everton í næstum því níu ár. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, er einn af þeim sem hrósar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir frammistöðu sína með Everton liðinu að undanförnu. Gylfi hefur verið að skora reglulega að undanförnu og kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Everton í 5-4 bikarsigri á Tottenham. Leon Osman makes Everton fan admission over Gylfi Sigurdsson - https://t.co/NOK0xkF0gk #EvertonFC #EFC pic.twitter.com/AOg29aTMRG— Toffee News (@TOFnews) February 11, 2021 Gylfi náði þar stoðsendingaþrennu og allar sendingarnar komu í opnum leik en Gylfi hefur meira verið að gefa stoðsendingar sínar úr hornum eða aukaspyrnum. Gylfi varð þarna fyrsti leikmaður Everton til að gefa stoðsendingaþrennu í leik síðan að Steven Pienaar náði því í apríl 2012. Gylfi Sigurdsson provided 3 assists against Tottenham - the first #EFC player to provide a hat-trick of assists in a game since Steven Pienaar against Fulham in April 2012.— EFC Statto (@EFC_Statto) February 11, 2021 „Hann gaf þrjár stoðsendingar, skoraði mark og átti þátt í öðru góðu sem gerðist og mér fannst hann vera frábær,“ sagði Leon Osman í bikarþætti breska ríkisútvarpsins. Osmon þekkir vel til hjá Everton enda lék hann með félaginu í sextán ár. „Hann hefur verið að vinna sig upp til meiri áhrifa innan Everton liðsins. Þetta byrjaði ekki vel hjá honum í leiknum því hann var átti að vera að gæta Davinson Sanchez í fyrsta marki Tottenham í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi var fljótur að bæta fyrir þau mistök með laglegri stoðsendingu á Dominic Calvert-Lewin og var síðan búinn að skora sjálfur fyrir hálfleik. „Frá þeirri stundu tók hann hins vegar þátt í öllu því jákvæða sem gerðist hjá Everton í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi Sigurdsson scored 1 goal and assisted 3 yesterday in #EVETOT. He only had 4 goals and 4 assists all season before the match. Armband. pic.twitter.com/BjevKOOIh0— (@thehomeofstats) February 11, 2021 Gylfi byrjaði tímabilið rólega en hefur nú komið að átta mörkum í síðustu fjórtán leikjum í öllum keppnum. Hann kom að fjórum mörkum í fyrstu þrettán leikjunum þar af tveimur í sigri á D-deildarliði Salford. „Hann er fullur sjálfstrausts. Það voru svolitlir galdrar í gangi hjá honum í sigurmarkinu. Þetta er það sem stuðningsmenn Everton voru að vonast eftir frá Gylfa í hverri viku þegar hann kom til félagsins,“ sagði Leon Osman á BBC Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Sjá meira
Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, er einn af þeim sem hrósar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir frammistöðu sína með Everton liðinu að undanförnu. Gylfi hefur verið að skora reglulega að undanförnu og kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Everton í 5-4 bikarsigri á Tottenham. Leon Osman makes Everton fan admission over Gylfi Sigurdsson - https://t.co/NOK0xkF0gk #EvertonFC #EFC pic.twitter.com/AOg29aTMRG— Toffee News (@TOFnews) February 11, 2021 Gylfi náði þar stoðsendingaþrennu og allar sendingarnar komu í opnum leik en Gylfi hefur meira verið að gefa stoðsendingar sínar úr hornum eða aukaspyrnum. Gylfi varð þarna fyrsti leikmaður Everton til að gefa stoðsendingaþrennu í leik síðan að Steven Pienaar náði því í apríl 2012. Gylfi Sigurdsson provided 3 assists against Tottenham - the first #EFC player to provide a hat-trick of assists in a game since Steven Pienaar against Fulham in April 2012.— EFC Statto (@EFC_Statto) February 11, 2021 „Hann gaf þrjár stoðsendingar, skoraði mark og átti þátt í öðru góðu sem gerðist og mér fannst hann vera frábær,“ sagði Leon Osman í bikarþætti breska ríkisútvarpsins. Osmon þekkir vel til hjá Everton enda lék hann með félaginu í sextán ár. „Hann hefur verið að vinna sig upp til meiri áhrifa innan Everton liðsins. Þetta byrjaði ekki vel hjá honum í leiknum því hann var átti að vera að gæta Davinson Sanchez í fyrsta marki Tottenham í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi var fljótur að bæta fyrir þau mistök með laglegri stoðsendingu á Dominic Calvert-Lewin og var síðan búinn að skora sjálfur fyrir hálfleik. „Frá þeirri stundu tók hann hins vegar þátt í öllu því jákvæða sem gerðist hjá Everton í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi Sigurdsson scored 1 goal and assisted 3 yesterday in #EVETOT. He only had 4 goals and 4 assists all season before the match. Armband. pic.twitter.com/BjevKOOIh0— (@thehomeofstats) February 11, 2021 Gylfi byrjaði tímabilið rólega en hefur nú komið að átta mörkum í síðustu fjórtán leikjum í öllum keppnum. Hann kom að fjórum mörkum í fyrstu þrettán leikjunum þar af tveimur í sigri á D-deildarliði Salford. „Hann er fullur sjálfstrausts. Það voru svolitlir galdrar í gangi hjá honum í sigurmarkinu. Þetta er það sem stuðningsmenn Everton voru að vonast eftir frá Gylfa í hverri viku þegar hann kom til félagsins,“ sagði Leon Osman á BBC
Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Sjá meira