Öngþveiti á sporbraut um Mars Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2021 21:02 Tövluteikning af lendingu Perseverance. Vísir/NASA Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Annað geimfar, sem ber einnig vélmenni sem á að lenda á plánetunni rauðu og er frá Bandaríkjunum, fer á braut um Mars í næstu viku. Kínverska geimfarið Tianwen-1 er fyrsta geimfarið sem Kínverjar senda til Mars. Það er um fimm tonn að þyngd en þar er meðtalið vélmenni sem til stendur að lenda á Mars. Áætlað er að reyna að lenda vélmenninu á næstu mánuðum eða í maí eða júní. Takist það yrði Kína annað ríki heimsins til að lenda vélmenni á Mars. Vélmennið kínverska, sem hefur ekki fengið nafn svo vitað sé, myndi þá nota neðanjarðarratsjá til að kanna hvort hægt væri að finna vatn undir yfirborði Mars og vísbendingar um það hvort finna hefði mátt líf á plánetunni á árum áður. Kínverjar sendu nýverið geimfar til tunglsins, sem flutti sýni aftur til jarðarinnar. Sjá einnig: Tunglfarið á leið til jarðar með mánagrjót Í næstu viku ætla Bandaríkjamenn svo að lenda vélmenninu Persverance á Mars. Vélmennið er náskylt vélmenninu Curiosity, sem hefur verið á Mars frá 2012. Perserverance er fimmta vélmenni NASA sem á að lenda á Mars. Áður hefur Sojourner, Spirit, Opportunity og Curiosity verið lent þar. Vélmennið er búið sex hjólum og er rúmt tonn að þyngd. Perserverance býr einnig yfir fjölmörgum tækjum og tólum sem ætluð eru til vísindarannsókna og leitar að ummerkjum lífs. Einnig er þyrla á vélmenninu sem til stendur að fljúga á Mars. Þetta getur samt allt klikkað enda er ekki auðvelt að lenda vélmennum á Mars. Á Space.com má finna yfirlit yfir þau för sem senda hafa verið til Mars. Hér má sjá ítarlegt myndband sem sýnir væntanlega lendingu Perseverance á Mars. Áhugasamir geta einnig skoðað gagnvirkt myndband hér sem sýnir hvernig lendingarferli Perseverance á að fara fram. Geimurinn Sameinuðu arabísku furstadæmin Kína Bandaríkin Mars Tengdar fréttir Flottustu myndirnar úr geimnum Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 8. janúar 2021 14:25 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Sneri aftur til jarðar með 4,6 milljarða ára gömul sýni Allt bendir til þess að hylki sem sneri aftur til jarðar með sýni úr smástirninu Ryugu í gær sé í fullkomnu lagi. 6. desember 2020 14:47 Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar. 1. desember 2020 16:02 Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Annað geimfar, sem ber einnig vélmenni sem á að lenda á plánetunni rauðu og er frá Bandaríkjunum, fer á braut um Mars í næstu viku. Kínverska geimfarið Tianwen-1 er fyrsta geimfarið sem Kínverjar senda til Mars. Það er um fimm tonn að þyngd en þar er meðtalið vélmenni sem til stendur að lenda á Mars. Áætlað er að reyna að lenda vélmenninu á næstu mánuðum eða í maí eða júní. Takist það yrði Kína annað ríki heimsins til að lenda vélmenni á Mars. Vélmennið kínverska, sem hefur ekki fengið nafn svo vitað sé, myndi þá nota neðanjarðarratsjá til að kanna hvort hægt væri að finna vatn undir yfirborði Mars og vísbendingar um það hvort finna hefði mátt líf á plánetunni á árum áður. Kínverjar sendu nýverið geimfar til tunglsins, sem flutti sýni aftur til jarðarinnar. Sjá einnig: Tunglfarið á leið til jarðar með mánagrjót Í næstu viku ætla Bandaríkjamenn svo að lenda vélmenninu Persverance á Mars. Vélmennið er náskylt vélmenninu Curiosity, sem hefur verið á Mars frá 2012. Perserverance er fimmta vélmenni NASA sem á að lenda á Mars. Áður hefur Sojourner, Spirit, Opportunity og Curiosity verið lent þar. Vélmennið er búið sex hjólum og er rúmt tonn að þyngd. Perserverance býr einnig yfir fjölmörgum tækjum og tólum sem ætluð eru til vísindarannsókna og leitar að ummerkjum lífs. Einnig er þyrla á vélmenninu sem til stendur að fljúga á Mars. Þetta getur samt allt klikkað enda er ekki auðvelt að lenda vélmennum á Mars. Á Space.com má finna yfirlit yfir þau för sem senda hafa verið til Mars. Hér má sjá ítarlegt myndband sem sýnir væntanlega lendingu Perseverance á Mars. Áhugasamir geta einnig skoðað gagnvirkt myndband hér sem sýnir hvernig lendingarferli Perseverance á að fara fram.
Geimurinn Sameinuðu arabísku furstadæmin Kína Bandaríkin Mars Tengdar fréttir Flottustu myndirnar úr geimnum Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 8. janúar 2021 14:25 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Sneri aftur til jarðar með 4,6 milljarða ára gömul sýni Allt bendir til þess að hylki sem sneri aftur til jarðar með sýni úr smástirninu Ryugu í gær sé í fullkomnu lagi. 6. desember 2020 14:47 Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar. 1. desember 2020 16:02 Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Flottustu myndirnar úr geimnum Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 8. janúar 2021 14:25
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31
Sneri aftur til jarðar með 4,6 milljarða ára gömul sýni Allt bendir til þess að hylki sem sneri aftur til jarðar með sýni úr smástirninu Ryugu í gær sé í fullkomnu lagi. 6. desember 2020 14:47
Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar. 1. desember 2020 16:02
Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59