Lífið

Flottustu myndirnar úr geimnum

Samúel Karl Ólason skrifar
HGérr má sjá myndir af Tungrisi í geimnum, vötnunum við landamæri Bandaríkjanna og Kanada, Korsíku og haustliti í Ottawa í Kanada.
HGérr má sjá myndir af Tungrisi í geimnum, vötnunum við landamæri Bandaríkjanna og Kanada, Korsíku og haustliti í Ottawa í Kanada. NASA Johnson Space Center

Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 

NASA birti nýverið myndband þar sem tuttugu flottustu myndir sem teknar voru í fyrra eru sýndar saman.

Áhugasamir geta leitað að myndum og skoðað í gagnagrunni hér og nei, það er mjög lítið af myndum af Íslandi. Sú síðasta var tekin 2019 og þar áður voru nokkrar teknar 1997. Ástæðan er sú að sporbraut geimstöðvarinnar nær ekki nógu langt norður.

Á vef NASA er hægt að sjá sporbraut geimstöðvarinnar og hvar hún er stödd hverju sinni. Þar má einnig sjá beina útsendinu úr myndavélum á geimstöðinni.

Hér að neðan má sjá myndina af Íslandi frá 2019.

Þarna má sjá glitta í Vatnajökul og suðurströnd Íslands.NASA Johnson Space Center





Fleiri fréttir

Sjá meira


×