Enski boltinn

Segir Mourinho hafa gert lítið úr Shaw

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luke Shaw.
Luke Shaw. Vísir/Getty

Ian Wright, sparkspekingur og fyrrum leikmaður til að mynda Arsenal, hreifst ekki af því hvernig Jose Mourinho fór með Luke Shaw á tíma þeirra saman hjá Manchester United.

Shaw hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og hefur leikið afar vel í liði United á leiktíðinni eftir að hafa átt erfitt uppdráttar undir stjórn meðal annars Mournho.

„Þegar Luke Shaw kom til United frá Southampton var hann frábær leikmaður en hann datt aðeins aftur úr,“ sagði Wright er hann var spekingur á leik Man. United og West Ham í gærkvöldi.

„Hann var meiddur og var ekki í formi en hann hefur snúið þessu við. Hann er sterkari, í formi og er að sýna hversu fær hann er.“

„Meðferðin sem hann fékk frá Jose Mourinho var niðurlægjandi. Mér líkaði ekki sú meðferð,“ bætti hrókurinn við.

Shaw var keyptur til United árið 2014 fyrir 33 milljónir punda. Þá var hann dýrasti táningur í sögunni.

Mourinho tók við United árið 2016 og stýrði liðinu í tvö ár. Hann tók Shaw reglulega fyrir í fjölmiðlum.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×