Háskólanemi situr uppi með einkunnina 0,0 eftir ritstuld Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2021 11:29 Nemandinn fékk einkunnina 0,0 í fyrir ritgerð sína um straum flóttafólks á landamærum Grikklands og Tyrklands á tímum kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur hafnað kröfu nemenda við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands um að ógilda ákvörðun deildarforseta um að gefa nemendanum einkunnina 0,0 í námskeiði vegna ritstuldar við ritgerðarsmið. Kröfu nemandans um að ógilda áminningu sem forseti Félagsvísindadeildar skólans veitti honum síðasta sumar var sömuleiðis hafnað. Úrskurður nefndarinnar var birtur í gær, en nemandinn fékk einkunnina 0,0 í námskeiðinu The Role and Policymaking of International Institutions á vormisseri 2020 þar sem nemendur fræðast um hlutverk og stefnumótun innan alþjóðastofnana. Nemandinn vildi meina að hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að tjá sig um ásakanir um meintan ritstuld áður en ákvarðanir voru teknar um að hann fengi 0,0 í einkunn og í framhaldi áður en ákvörðun var tekin um áminningu. Heilsuleysi, tímaskortur og vankunnátta Nemendanum var í apríl síðastliðinn tilkynnt í tölvupósti deildarforseta Stjórnmálafræðideildar skólans að grunur hafi vaknað um ætlaðan ritstuld í ritgerð sem bar titilinn „Covid 19 Crisis in border of Turkey-Greece between Migrants influx”. Var meginhluti ritgerðarinnar sagður byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda væri getið. Skólinn notaðist þar við niðurstöður úr forritinu Turnitin sem hafi sýnt að texti ritgerðarinnar væri að stórum hluta fenginn úr ýmsum heimildum á internetinu án þess að heimilda væri getið í samræmi við vönduð akademísk vinnubrögð. Í svörum nemendans á fjarfundi og síðar tölvupósti sagði hann meðal annars að hann hefði ekki vísvitandi brotið reglur skólans. Brotin hefði verið afleiðing af fötlun og heilsuleysi, tímaskorti og vankunnáttu um reglur skólans. Ekki trúverðugar skýringar Nemandanum var svo tilkynnt í tölvupósti frá deildarforseta um þá ákvörðun að hann fengi einkunnina 0,0 fyrir ritgerðina þar sem hann hefði brotið gegn lögum um opinbera háskóla. Í júní sendi forseti Félagsvísindasviðs nemandanum svo póst þar sem honum var veitt tækifæri til að tjá sig um ætluð brot áður en ákvörðun yrði tekin um agaviðurlög. Engin andmæli bárust og var nemandanum í kjölfarið veitt áminning. Í niðurstöðukafla úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar segir að ekki hafa komið fram trúverðugar skýringar af hálfu nemendans á því hvers vegna meginhluti ritgerðar hans hafi verið byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda sé getið. Ekki sé því rétt að verða við kröfu að ógilda einkunnina 0,0. Sömuleiðis hafi ekki verið talin efni til að fallast á að andmælaréttur nemandans verið brotinn áður en ákvörðun um áminningu var tekin. Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Höfundaréttur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Kröfu nemandans um að ógilda áminningu sem forseti Félagsvísindadeildar skólans veitti honum síðasta sumar var sömuleiðis hafnað. Úrskurður nefndarinnar var birtur í gær, en nemandinn fékk einkunnina 0,0 í námskeiðinu The Role and Policymaking of International Institutions á vormisseri 2020 þar sem nemendur fræðast um hlutverk og stefnumótun innan alþjóðastofnana. Nemandinn vildi meina að hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að tjá sig um ásakanir um meintan ritstuld áður en ákvarðanir voru teknar um að hann fengi 0,0 í einkunn og í framhaldi áður en ákvörðun var tekin um áminningu. Heilsuleysi, tímaskortur og vankunnátta Nemendanum var í apríl síðastliðinn tilkynnt í tölvupósti deildarforseta Stjórnmálafræðideildar skólans að grunur hafi vaknað um ætlaðan ritstuld í ritgerð sem bar titilinn „Covid 19 Crisis in border of Turkey-Greece between Migrants influx”. Var meginhluti ritgerðarinnar sagður byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda væri getið. Skólinn notaðist þar við niðurstöður úr forritinu Turnitin sem hafi sýnt að texti ritgerðarinnar væri að stórum hluta fenginn úr ýmsum heimildum á internetinu án þess að heimilda væri getið í samræmi við vönduð akademísk vinnubrögð. Í svörum nemendans á fjarfundi og síðar tölvupósti sagði hann meðal annars að hann hefði ekki vísvitandi brotið reglur skólans. Brotin hefði verið afleiðing af fötlun og heilsuleysi, tímaskorti og vankunnáttu um reglur skólans. Ekki trúverðugar skýringar Nemandanum var svo tilkynnt í tölvupósti frá deildarforseta um þá ákvörðun að hann fengi einkunnina 0,0 fyrir ritgerðina þar sem hann hefði brotið gegn lögum um opinbera háskóla. Í júní sendi forseti Félagsvísindasviðs nemandanum svo póst þar sem honum var veitt tækifæri til að tjá sig um ætluð brot áður en ákvörðun yrði tekin um agaviðurlög. Engin andmæli bárust og var nemandanum í kjölfarið veitt áminning. Í niðurstöðukafla úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar segir að ekki hafa komið fram trúverðugar skýringar af hálfu nemendans á því hvers vegna meginhluti ritgerðar hans hafi verið byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda sé getið. Ekki sé því rétt að verða við kröfu að ógilda einkunnina 0,0. Sömuleiðis hafi ekki verið talin efni til að fallast á að andmælaréttur nemandans verið brotinn áður en ákvörðun um áminningu var tekin.
Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Höfundaréttur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira