Íslenskum landsliðsmanni hent út úr hóp eftir ósætti á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 08:00 Mikael Neville Anderson og Sory Kaba sjást hér í leik FC Midtjylland og Liverpool í Meistaradeildinni. Mikael Neville kvartar við dómara leiksins. EPA-EFE/Bo Amstrup Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson missti af mikilvægum leik FC Midtjylland í toppbaráttu dönsku deildarinnar í gærkvöldi. Það voru þó ekki meiðsli sem héldu honum frá leiknum. Ekstabladet segir frá því að Mikael Neville Anderson og Sory Kaba hafi ekki verið í leikmannahópi Midtjylland á móti Randers eftir að hafa lent saman á æfingu liðsins. Ekki kemur fram ástæðurnar fyrir ósættum leikmannanna en málið var þó það alvarlegt að Brian Priske þjálfari ákvað að velja hvorugan þeirra í leikmannahópinn fyrir mikilvægan leik á móti Randers. Báðir hjálpuðu þeir Mikael Neville og Sory Midtjylland liðinu að vinna danska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Mikael Neville hefur spilað mun meira með Midtjylland en Sory Kaba. Kaba lenti í því að smitast af kórónuveirunni yfir jólahátíðina og hafði því misst talsvert úr að undanförnu. Det knirker i fc Midtjylland... to spillere losset ud af truppen mod Randers fc efter ballade til træning #sldkhttps://t.co/AohLRaKcvP— Klaus Egelund (@klausegelund) February 8, 2021 Mikael hafði komið inn á sem varamaður í fyrsta leik Midtjylland liðsins eftir vetrarfríið en liðið tapaði þá á móti SönderjyskE. Midtjylland vann hins vegar 2-1 sigur á Randers í gærkvöldi. „Ég vil ekki segja neitt meira um þetta annað en að þeir eru ekki með í kvöld. Lengra fer ég ekki. Við veljum það byrjunarlið og þann hóp sem við teljum að geti unnið leikinn. Öll svona mál eru afgreidd innanhúss. Við erum með sterkan og heilbrigðan hóp hvað varðar sigurhugarfar og keppnisskap. Þannig náum við árangri,“ sagði Brian Priske, þjálfari FC Midtjylland um málið í gærkvöldi. Mikael Neville Anderson er 22 ára gamall og hefur verið hjá Midtjylland síðan að hann var átján ára. Hann fór á láni til bæði Vendsyssel og Excelsior áður en hann fékk alvöru tækifæri með aðalliði Midtjylland. Mikael spilaði bæði fyrir íslensk og dönsk unglingalandslið en valdi síðan Ísland. Hann hefur spilað sjö A-landsleiki fyrir Íslands og lagði upp mark í sigri á Moldóvu í síðustu undankeppni. Sory Kaba er þremur árum eldri en Mikael og kemur frá Gíneu í Afríku. Kaba er framherji og hefur skorað 3 mörk í 14 landsleikjum fyrir Gíneu. Hann hefur verið leikmaður Midtjylland frá 2019. Danski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Ekstabladet segir frá því að Mikael Neville Anderson og Sory Kaba hafi ekki verið í leikmannahópi Midtjylland á móti Randers eftir að hafa lent saman á æfingu liðsins. Ekki kemur fram ástæðurnar fyrir ósættum leikmannanna en málið var þó það alvarlegt að Brian Priske þjálfari ákvað að velja hvorugan þeirra í leikmannahópinn fyrir mikilvægan leik á móti Randers. Báðir hjálpuðu þeir Mikael Neville og Sory Midtjylland liðinu að vinna danska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Mikael Neville hefur spilað mun meira með Midtjylland en Sory Kaba. Kaba lenti í því að smitast af kórónuveirunni yfir jólahátíðina og hafði því misst talsvert úr að undanförnu. Det knirker i fc Midtjylland... to spillere losset ud af truppen mod Randers fc efter ballade til træning #sldkhttps://t.co/AohLRaKcvP— Klaus Egelund (@klausegelund) February 8, 2021 Mikael hafði komið inn á sem varamaður í fyrsta leik Midtjylland liðsins eftir vetrarfríið en liðið tapaði þá á móti SönderjyskE. Midtjylland vann hins vegar 2-1 sigur á Randers í gærkvöldi. „Ég vil ekki segja neitt meira um þetta annað en að þeir eru ekki með í kvöld. Lengra fer ég ekki. Við veljum það byrjunarlið og þann hóp sem við teljum að geti unnið leikinn. Öll svona mál eru afgreidd innanhúss. Við erum með sterkan og heilbrigðan hóp hvað varðar sigurhugarfar og keppnisskap. Þannig náum við árangri,“ sagði Brian Priske, þjálfari FC Midtjylland um málið í gærkvöldi. Mikael Neville Anderson er 22 ára gamall og hefur verið hjá Midtjylland síðan að hann var átján ára. Hann fór á láni til bæði Vendsyssel og Excelsior áður en hann fékk alvöru tækifæri með aðalliði Midtjylland. Mikael spilaði bæði fyrir íslensk og dönsk unglingalandslið en valdi síðan Ísland. Hann hefur spilað sjö A-landsleiki fyrir Íslands og lagði upp mark í sigri á Moldóvu í síðustu undankeppni. Sory Kaba er þremur árum eldri en Mikael og kemur frá Gíneu í Afríku. Kaba er framherji og hefur skorað 3 mörk í 14 landsleikjum fyrir Gíneu. Hann hefur verið leikmaður Midtjylland frá 2019.
Danski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira