Evrópumeistararnir þurftu að eyða nóttinni úti í flugvél Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 15:01 Robert Lewandowski og félagar í Bayern liðinu áttu ekki skemmtilega nótt á Berlínarflugvelli. EPA-EFE/Boris Streubel Evrópumeistarar Bayern München áttu að ferðast til Katar á föstudagskvöldið þar sem liðið keppir á heimsmeistarakeppni félagsliða í vikunni. Ferðalagið fór ekki alveg eftir plönum þeirra þýsku. Bayern München er fulltrúi Evrópu í heimsmeistarakeppni félagsliða og mætir egypska félaginu Al-Ahly í undanúrslitunum í kvöld. Bayern mætti Herthu Berlin í þýsku deildinni á föstudagskvöldið og ætlaði síðan að fljúga beint til Katar þar sem HM félagsliða fer fram. Leiknum við Herthu var meðal annars flýtt um hálftíma svo að Bæjarar kæmust nógu snemma út á Berlínarflugvöll. Flugvélin átti að fara í loftið klukkan 23.15 að staðartíma en slæmt veður, frost og snjókoma, sá til þess að öllu flugi var aflýst þar til klukkan fimm um morguninn. Það átti að banna öllum flugvélum að fara í loftið eftir miðnætti en flugvél Bæjara ætlaði í loftið klukkan 23.59. Hún var hins vegar stöðvuð. ESPN sagði frá. Incredible German bureaucracy:Bayern Munich slept in their airplane waiting to take off 7 HOURS LATER!Why?Flight scheduled 23.15.But ready to take off only at 23.59 from Berlin.It takes 1 minute and half to take off.But after 00.00 Berlin state doesn t allow to take off!— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) February 6, 2021 Leikmenn og starfsmenn Bayern komust þá hvergi og þurftu að dúsa í flugvélinni alla nóttina. Flugvélin flaug síðan fyrst til München um morguninn þar sem það þurfti að skipta um áhöfnina áður en flogið var til Katar. Lið Bayern átti því ömurlega nótt og kom til Katar níu klukkutímum seinna en áætlað var. „Þeir vita ekki hvað þeir hafa gert liðinu okkar. Okkur finnst eins og yfirvöld í Brandenburg hafi verið að fíflast með okkur,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, við Bild Seinkunin þýddi að Bæjarar náðu ekki að koma á staðinn þremur sólarhringum fyrir leikinn eins og sóttvarnarreglur FIFA segja til um. Það er þó von til þess að það verði vægar tekið á Bæjurum hjá FIFA en hjá yfirvöldum í Berlín. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Bayern München er fulltrúi Evrópu í heimsmeistarakeppni félagsliða og mætir egypska félaginu Al-Ahly í undanúrslitunum í kvöld. Bayern mætti Herthu Berlin í þýsku deildinni á föstudagskvöldið og ætlaði síðan að fljúga beint til Katar þar sem HM félagsliða fer fram. Leiknum við Herthu var meðal annars flýtt um hálftíma svo að Bæjarar kæmust nógu snemma út á Berlínarflugvöll. Flugvélin átti að fara í loftið klukkan 23.15 að staðartíma en slæmt veður, frost og snjókoma, sá til þess að öllu flugi var aflýst þar til klukkan fimm um morguninn. Það átti að banna öllum flugvélum að fara í loftið eftir miðnætti en flugvél Bæjara ætlaði í loftið klukkan 23.59. Hún var hins vegar stöðvuð. ESPN sagði frá. Incredible German bureaucracy:Bayern Munich slept in their airplane waiting to take off 7 HOURS LATER!Why?Flight scheduled 23.15.But ready to take off only at 23.59 from Berlin.It takes 1 minute and half to take off.But after 00.00 Berlin state doesn t allow to take off!— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) February 6, 2021 Leikmenn og starfsmenn Bayern komust þá hvergi og þurftu að dúsa í flugvélinni alla nóttina. Flugvélin flaug síðan fyrst til München um morguninn þar sem það þurfti að skipta um áhöfnina áður en flogið var til Katar. Lið Bayern átti því ömurlega nótt og kom til Katar níu klukkutímum seinna en áætlað var. „Þeir vita ekki hvað þeir hafa gert liðinu okkar. Okkur finnst eins og yfirvöld í Brandenburg hafi verið að fíflast með okkur,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, við Bild Seinkunin þýddi að Bæjarar náðu ekki að koma á staðinn þremur sólarhringum fyrir leikinn eins og sóttvarnarreglur FIFA segja til um. Það er þó von til þess að það verði vægar tekið á Bæjurum hjá FIFA en hjá yfirvöldum í Berlín.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira