Segir auðlindaákvæðistillögu „eins og að setja upp reykskynjara án battería“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 10:43 Þorgerður Katrín og Sigmundur Davíð segja það umhugsunarefni að ekki sé breið samstaða um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur á þingi. Vísir Formenn Viðreisnar og Miðflokksins segja ýmislegt við stjórnarskrárbreytingatillögur Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem hún hefur lagt fram á þingi, óljóst. Þau telja það bæði varhugavert að tillögurnar séu ekki lagðar fram í sátt eða breiðri samstöðu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, hefur ein lagt fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá Íslands. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að ákvæði um umhverfisvernd og þjóðareign á auðlindum bætist við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að íslensk tunga og íslenskt táknmál fái sess í stjórnarskrá auk þess sem lögð er til endurskoðun á kafla hennar um forseta og framkvæmdarvald. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru gestir í Víglínunni á Stöð 2 í gær og ræddu þau meðal annars frumvarp Katrínar. Þau lýstu bæði yfir áhyggjum yfir því að frumvarpið sé lagt fram sem þingmannafrumvarp og að ekki hafi náðst sátt um málið. „Í upphafi var strax sagt „þetta verður sett fram í sátt eða í mjög breiðri samstöðu“ og það er ekki breið samstaða,“ sagði Þorgerður. „Eðli málsins samkvæmt þarf hún að vera plagg sem meira og minna allir sætta sig við sem grundvallarreglur samfélagsins, ekki bara enn eitt málið sem er hápólitískt og við tökum frá kjörtímabili til kjörtímabils,“ sagði Sigmundur en hann benti á að varasamt sé að færa stjórnarskrána inn í pólitískar deilur hversdagsins. Hann segir það ekki að ástæðulausu að í gegn um tíðina hafi menn reynt að ná samstöðu um mál er vörðuðu stjórnarskrána. „Eins og að setja upp reykskynjara án battería“ Þrátt fyrir vangaveltur um það hvernig staðið hefur verið að frumvarpinu sagðist Þorgerður Katrín jákvæð og bjartsýn fyrir lang flestum breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu, meðal annars umhverfisákvæði og ákvæði um verndun íslenskunnar. Hún sé hins vegar mjög ósátt með auðlindaákvæðið sem lagt hafi verið fram. „Ef að þingið skuldar þjóðinni eitthvað þá er það að koma heiðarlega fram. Og hér er verið að setja fram auðlindaákvæði sem ég set mikla varnagla við. Ég hef lýst þessu þannig að forsætisráðherra, því það eru falleg orð þarna, þjóðareign mér finnst það fallegt orð, en það verður þá að hafa inntak. Það verður að vera virkt þjóðareignarákvæði, ekki óvirkt eins og forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna er að kynna,“ sagði Þorgerður. Hún segist hafa lýst ákvæðinu þannig að ákvæðið láti þjóðina finna fyrir einhverri öryggistilfinningu um að hún hafi yfirráð yfir auðlindum sínum en hún hafi það í rauninni ekki. „Það er verið að boða það að setja upp reykskynjara út um allt hús, bara án battería.“ Sigmundur tekur undir það að orðalagið sé ekki nógu skýrt, sem sé nauðsynlegt þegar um stjórnarskrá er að ræða. „Stjórnarskráin þarf að vera skýr. Skýrar grundvallarreglur fyrir samfélagið til þess fallnar að draga úr óvissu, ekki að ýta undir óvissu,“ sagði hann. Víglínan Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Mælt fyrir stjórnarskrármálinu: Skuldum samfélaginu breytingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mæti fyrir frumvarpi sínu til breytinga á stjórnarskrá Íslands á Alþingi í dag. 3. febrúar 2021 16:29 Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21 Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí Alþingi kemur saman til funda á ný í dag eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15. Á dagskránni eru óundirbúnar fyrirspurnir, beiðni frá Söru Elísu Þórðardóttur, þingmanni Pírata, um skýrslu frá ríkisendurskoðanda um starfsemi Vegagerðarinnar og þá flytur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 18. janúar 2021 06:37 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, hefur ein lagt fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá Íslands. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að ákvæði um umhverfisvernd og þjóðareign á auðlindum bætist við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að íslensk tunga og íslenskt táknmál fái sess í stjórnarskrá auk þess sem lögð er til endurskoðun á kafla hennar um forseta og framkvæmdarvald. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru gestir í Víglínunni á Stöð 2 í gær og ræddu þau meðal annars frumvarp Katrínar. Þau lýstu bæði yfir áhyggjum yfir því að frumvarpið sé lagt fram sem þingmannafrumvarp og að ekki hafi náðst sátt um málið. „Í upphafi var strax sagt „þetta verður sett fram í sátt eða í mjög breiðri samstöðu“ og það er ekki breið samstaða,“ sagði Þorgerður. „Eðli málsins samkvæmt þarf hún að vera plagg sem meira og minna allir sætta sig við sem grundvallarreglur samfélagsins, ekki bara enn eitt málið sem er hápólitískt og við tökum frá kjörtímabili til kjörtímabils,“ sagði Sigmundur en hann benti á að varasamt sé að færa stjórnarskrána inn í pólitískar deilur hversdagsins. Hann segir það ekki að ástæðulausu að í gegn um tíðina hafi menn reynt að ná samstöðu um mál er vörðuðu stjórnarskrána. „Eins og að setja upp reykskynjara án battería“ Þrátt fyrir vangaveltur um það hvernig staðið hefur verið að frumvarpinu sagðist Þorgerður Katrín jákvæð og bjartsýn fyrir lang flestum breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu, meðal annars umhverfisákvæði og ákvæði um verndun íslenskunnar. Hún sé hins vegar mjög ósátt með auðlindaákvæðið sem lagt hafi verið fram. „Ef að þingið skuldar þjóðinni eitthvað þá er það að koma heiðarlega fram. Og hér er verið að setja fram auðlindaákvæði sem ég set mikla varnagla við. Ég hef lýst þessu þannig að forsætisráðherra, því það eru falleg orð þarna, þjóðareign mér finnst það fallegt orð, en það verður þá að hafa inntak. Það verður að vera virkt þjóðareignarákvæði, ekki óvirkt eins og forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna er að kynna,“ sagði Þorgerður. Hún segist hafa lýst ákvæðinu þannig að ákvæðið láti þjóðina finna fyrir einhverri öryggistilfinningu um að hún hafi yfirráð yfir auðlindum sínum en hún hafi það í rauninni ekki. „Það er verið að boða það að setja upp reykskynjara út um allt hús, bara án battería.“ Sigmundur tekur undir það að orðalagið sé ekki nógu skýrt, sem sé nauðsynlegt þegar um stjórnarskrá er að ræða. „Stjórnarskráin þarf að vera skýr. Skýrar grundvallarreglur fyrir samfélagið til þess fallnar að draga úr óvissu, ekki að ýta undir óvissu,“ sagði hann.
Víglínan Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Mælt fyrir stjórnarskrármálinu: Skuldum samfélaginu breytingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mæti fyrir frumvarpi sínu til breytinga á stjórnarskrá Íslands á Alþingi í dag. 3. febrúar 2021 16:29 Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21 Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí Alþingi kemur saman til funda á ný í dag eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15. Á dagskránni eru óundirbúnar fyrirspurnir, beiðni frá Söru Elísu Þórðardóttur, þingmanni Pírata, um skýrslu frá ríkisendurskoðanda um starfsemi Vegagerðarinnar og þá flytur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 18. janúar 2021 06:37 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Mælt fyrir stjórnarskrármálinu: Skuldum samfélaginu breytingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mæti fyrir frumvarpi sínu til breytinga á stjórnarskrá Íslands á Alþingi í dag. 3. febrúar 2021 16:29
Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21
Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí Alþingi kemur saman til funda á ný í dag eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15. Á dagskránni eru óundirbúnar fyrirspurnir, beiðni frá Söru Elísu Þórðardóttur, þingmanni Pírata, um skýrslu frá ríkisendurskoðanda um starfsemi Vegagerðarinnar og þá flytur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 18. janúar 2021 06:37