Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2021 19:21 Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. Stjórnarliðinn Birgir Ármannsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um þingmannafrumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni. Sagðist sáttur við þá leið sem farin hefði verið að taka fyrir afmarkaða þætti í stað þess að ráðast í heildarendurskoðun. Birgir Ármannsson fór fram á sérstaka umræðu um stjórnarskrármál á Alþingi í dagVísir/Vilhelm „Hér er um að ræða grundvallarlög landsins sem öll önnur löggjöf byggist á og tilraunastarfsemi og ævintýramennska í þeim efnum er auðvitað ekki af hinu góða,“ sagði Birgir. Huga þyrfti að mikilvægum lykilatriðum og vanda til verka. Hvernig sæi Katrín fyrir sér framhald málsins á þinginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna sagði formenn allra flokka hafa fundað 25 sinnum á kjörímabilinu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á tveimur kjörtímabilum. Þá hafi verið leitað til sérfræðinga um mótun tillagna og kannanir gerðar. Katrín Jakobsdóttir telur það miða málum áfram að Alþingi fjalli um frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm „En ég hef litið svo á að það sé mjög mikilvægt að við eigum hins vegar efnislega umræðu um breytingar á stjórnarskrá. Það liggur fyrir að í þeim áætlunum sem ég lagði til í upphafi eru ekki öll þau efni sem við höfum fjallað um á þessum fundum, til að mynda um framsal valdheimilda, þau skila sér ekki inn í þetta frumvarp,“ sagði Katrín. Það geri ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki heldur. En þar sé að finna ákvæði um auðlindir í þjóðareign, umhverfis- og náttúruvernd, íslenska tungu og táknmál, sem og endurskoðun á kafla um forseta og framkvæmdarvald. Frumvarp Katrínar var formlega lagt fram í dag. Miðað við undirtektir forystufólks flokka á þingi er ekki líklegt að það nái fram að ganga, alla vega ekki í heild sinni. Andstaða stjórnarandstöðu úr ólíkum áttum Formaður Miðflokksins segist hafa mestar áhyggjur af fullveldismálum í tengslum við breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að tiltölulega fljótlega hefði komið í ljós að erfitt yrði að ná samstöðu meðal formanna flokkanna. Að minnsta kosti um sumar tillagnanna að stjórnarskrárbreytingum. „Sjálfur hef ég mestar áhyggjur af fullveldisákvæðinu svo kallaða, sem er reyndar ekki lagt til að breytist í bili. En maður óttast hvað fylgir, sérstaklega ef hér er verið að leggja línurnar upp á nýtt um það hvernig staðið verði að stjórnarskrárbreytingum,“ sagði Sigmundur Davíð. Logi Einarsson segir eðlilegast að Alþingi ljúki því ferli sem hófst með vinnu stjórnlagaráðs.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á vinnu stjórnlagaráðs. Rétt væri að halda því ferli áfram. „Og hrinda í framkvæmd vönduðum og lýðræðislegum lokaáfanga stjórnarskrárferlisins sem byrjaði 2009. Markmiðið? Heildstæð stjórnarskrá sem síðan yrði farið með í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað sem öðru líður þá má að minnsta kosti fullyrða að tilraun forsætisráðherra til að ná breiðri sátt um þessi mál á lokuðum fundum formanna hefur mistekist,“ sagði Logi í umræðunum á Alþingi í dag. Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Sjá meira
Stjórnarliðinn Birgir Ármannsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um þingmannafrumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni. Sagðist sáttur við þá leið sem farin hefði verið að taka fyrir afmarkaða þætti í stað þess að ráðast í heildarendurskoðun. Birgir Ármannsson fór fram á sérstaka umræðu um stjórnarskrármál á Alþingi í dagVísir/Vilhelm „Hér er um að ræða grundvallarlög landsins sem öll önnur löggjöf byggist á og tilraunastarfsemi og ævintýramennska í þeim efnum er auðvitað ekki af hinu góða,“ sagði Birgir. Huga þyrfti að mikilvægum lykilatriðum og vanda til verka. Hvernig sæi Katrín fyrir sér framhald málsins á þinginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna sagði formenn allra flokka hafa fundað 25 sinnum á kjörímabilinu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á tveimur kjörtímabilum. Þá hafi verið leitað til sérfræðinga um mótun tillagna og kannanir gerðar. Katrín Jakobsdóttir telur það miða málum áfram að Alþingi fjalli um frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm „En ég hef litið svo á að það sé mjög mikilvægt að við eigum hins vegar efnislega umræðu um breytingar á stjórnarskrá. Það liggur fyrir að í þeim áætlunum sem ég lagði til í upphafi eru ekki öll þau efni sem við höfum fjallað um á þessum fundum, til að mynda um framsal valdheimilda, þau skila sér ekki inn í þetta frumvarp,“ sagði Katrín. Það geri ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki heldur. En þar sé að finna ákvæði um auðlindir í þjóðareign, umhverfis- og náttúruvernd, íslenska tungu og táknmál, sem og endurskoðun á kafla um forseta og framkvæmdarvald. Frumvarp Katrínar var formlega lagt fram í dag. Miðað við undirtektir forystufólks flokka á þingi er ekki líklegt að það nái fram að ganga, alla vega ekki í heild sinni. Andstaða stjórnarandstöðu úr ólíkum áttum Formaður Miðflokksins segist hafa mestar áhyggjur af fullveldismálum í tengslum við breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að tiltölulega fljótlega hefði komið í ljós að erfitt yrði að ná samstöðu meðal formanna flokkanna. Að minnsta kosti um sumar tillagnanna að stjórnarskrárbreytingum. „Sjálfur hef ég mestar áhyggjur af fullveldisákvæðinu svo kallaða, sem er reyndar ekki lagt til að breytist í bili. En maður óttast hvað fylgir, sérstaklega ef hér er verið að leggja línurnar upp á nýtt um það hvernig staðið verði að stjórnarskrárbreytingum,“ sagði Sigmundur Davíð. Logi Einarsson segir eðlilegast að Alþingi ljúki því ferli sem hófst með vinnu stjórnlagaráðs.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á vinnu stjórnlagaráðs. Rétt væri að halda því ferli áfram. „Og hrinda í framkvæmd vönduðum og lýðræðislegum lokaáfanga stjórnarskrárferlisins sem byrjaði 2009. Markmiðið? Heildstæð stjórnarskrá sem síðan yrði farið með í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað sem öðru líður þá má að minnsta kosti fullyrða að tilraun forsætisráðherra til að ná breiðri sátt um þessi mál á lokuðum fundum formanna hefur mistekist,“ sagði Logi í umræðunum á Alþingi í dag.
Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52