Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2021 19:21 Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. Stjórnarliðinn Birgir Ármannsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um þingmannafrumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni. Sagðist sáttur við þá leið sem farin hefði verið að taka fyrir afmarkaða þætti í stað þess að ráðast í heildarendurskoðun. Birgir Ármannsson fór fram á sérstaka umræðu um stjórnarskrármál á Alþingi í dagVísir/Vilhelm „Hér er um að ræða grundvallarlög landsins sem öll önnur löggjöf byggist á og tilraunastarfsemi og ævintýramennska í þeim efnum er auðvitað ekki af hinu góða,“ sagði Birgir. Huga þyrfti að mikilvægum lykilatriðum og vanda til verka. Hvernig sæi Katrín fyrir sér framhald málsins á þinginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna sagði formenn allra flokka hafa fundað 25 sinnum á kjörímabilinu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á tveimur kjörtímabilum. Þá hafi verið leitað til sérfræðinga um mótun tillagna og kannanir gerðar. Katrín Jakobsdóttir telur það miða málum áfram að Alþingi fjalli um frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm „En ég hef litið svo á að það sé mjög mikilvægt að við eigum hins vegar efnislega umræðu um breytingar á stjórnarskrá. Það liggur fyrir að í þeim áætlunum sem ég lagði til í upphafi eru ekki öll þau efni sem við höfum fjallað um á þessum fundum, til að mynda um framsal valdheimilda, þau skila sér ekki inn í þetta frumvarp,“ sagði Katrín. Það geri ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki heldur. En þar sé að finna ákvæði um auðlindir í þjóðareign, umhverfis- og náttúruvernd, íslenska tungu og táknmál, sem og endurskoðun á kafla um forseta og framkvæmdarvald. Frumvarp Katrínar var formlega lagt fram í dag. Miðað við undirtektir forystufólks flokka á þingi er ekki líklegt að það nái fram að ganga, alla vega ekki í heild sinni. Andstaða stjórnarandstöðu úr ólíkum áttum Formaður Miðflokksins segist hafa mestar áhyggjur af fullveldismálum í tengslum við breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að tiltölulega fljótlega hefði komið í ljós að erfitt yrði að ná samstöðu meðal formanna flokkanna. Að minnsta kosti um sumar tillagnanna að stjórnarskrárbreytingum. „Sjálfur hef ég mestar áhyggjur af fullveldisákvæðinu svo kallaða, sem er reyndar ekki lagt til að breytist í bili. En maður óttast hvað fylgir, sérstaklega ef hér er verið að leggja línurnar upp á nýtt um það hvernig staðið verði að stjórnarskrárbreytingum,“ sagði Sigmundur Davíð. Logi Einarsson segir eðlilegast að Alþingi ljúki því ferli sem hófst með vinnu stjórnlagaráðs.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á vinnu stjórnlagaráðs. Rétt væri að halda því ferli áfram. „Og hrinda í framkvæmd vönduðum og lýðræðislegum lokaáfanga stjórnarskrárferlisins sem byrjaði 2009. Markmiðið? Heildstæð stjórnarskrá sem síðan yrði farið með í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað sem öðru líður þá má að minnsta kosti fullyrða að tilraun forsætisráðherra til að ná breiðri sátt um þessi mál á lokuðum fundum formanna hefur mistekist,“ sagði Logi í umræðunum á Alþingi í dag. Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
Stjórnarliðinn Birgir Ármannsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um þingmannafrumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni. Sagðist sáttur við þá leið sem farin hefði verið að taka fyrir afmarkaða þætti í stað þess að ráðast í heildarendurskoðun. Birgir Ármannsson fór fram á sérstaka umræðu um stjórnarskrármál á Alþingi í dagVísir/Vilhelm „Hér er um að ræða grundvallarlög landsins sem öll önnur löggjöf byggist á og tilraunastarfsemi og ævintýramennska í þeim efnum er auðvitað ekki af hinu góða,“ sagði Birgir. Huga þyrfti að mikilvægum lykilatriðum og vanda til verka. Hvernig sæi Katrín fyrir sér framhald málsins á þinginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna sagði formenn allra flokka hafa fundað 25 sinnum á kjörímabilinu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á tveimur kjörtímabilum. Þá hafi verið leitað til sérfræðinga um mótun tillagna og kannanir gerðar. Katrín Jakobsdóttir telur það miða málum áfram að Alþingi fjalli um frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm „En ég hef litið svo á að það sé mjög mikilvægt að við eigum hins vegar efnislega umræðu um breytingar á stjórnarskrá. Það liggur fyrir að í þeim áætlunum sem ég lagði til í upphafi eru ekki öll þau efni sem við höfum fjallað um á þessum fundum, til að mynda um framsal valdheimilda, þau skila sér ekki inn í þetta frumvarp,“ sagði Katrín. Það geri ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki heldur. En þar sé að finna ákvæði um auðlindir í þjóðareign, umhverfis- og náttúruvernd, íslenska tungu og táknmál, sem og endurskoðun á kafla um forseta og framkvæmdarvald. Frumvarp Katrínar var formlega lagt fram í dag. Miðað við undirtektir forystufólks flokka á þingi er ekki líklegt að það nái fram að ganga, alla vega ekki í heild sinni. Andstaða stjórnarandstöðu úr ólíkum áttum Formaður Miðflokksins segist hafa mestar áhyggjur af fullveldismálum í tengslum við breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að tiltölulega fljótlega hefði komið í ljós að erfitt yrði að ná samstöðu meðal formanna flokkanna. Að minnsta kosti um sumar tillagnanna að stjórnarskrárbreytingum. „Sjálfur hef ég mestar áhyggjur af fullveldisákvæðinu svo kallaða, sem er reyndar ekki lagt til að breytist í bili. En maður óttast hvað fylgir, sérstaklega ef hér er verið að leggja línurnar upp á nýtt um það hvernig staðið verði að stjórnarskrárbreytingum,“ sagði Sigmundur Davíð. Logi Einarsson segir eðlilegast að Alþingi ljúki því ferli sem hófst með vinnu stjórnlagaráðs.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á vinnu stjórnlagaráðs. Rétt væri að halda því ferli áfram. „Og hrinda í framkvæmd vönduðum og lýðræðislegum lokaáfanga stjórnarskrárferlisins sem byrjaði 2009. Markmiðið? Heildstæð stjórnarskrá sem síðan yrði farið með í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað sem öðru líður þá má að minnsta kosti fullyrða að tilraun forsætisráðherra til að ná breiðri sátt um þessi mál á lokuðum fundum formanna hefur mistekist,“ sagði Logi í umræðunum á Alþingi í dag.
Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52