Líkaminn byrjaður að hafna handleggjum Guðmundar: „Ekkert til að hafa áhyggjur af“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2021 13:44 Guðmundur Felix notar blýantinn til að skrifast á við fólk á Facebook. Þangað streyma kveðjurnar. Líkami Guðmundar Felix Grétarssonar er byrjaður að hafna höndum sem voru ágræddar á hann. Höfnunin er algeng og sætir hann nú lyfjameðverð vegna þessa. Guðmundur Felix Grétarsson sem gekk nýverið undir handaágræðslu í Frakklandi. Hann upplýsir fylgjendur sína á Facebook reglulega um stöðu mála eftir aðgerðina. Í dag birti hann myndband þar sem hann greinir frá því að fyrir tveimur dögum tóku læknar eftir merkjum um höfnun líkamans á nýjum handleggjum Guðmundar. Slíkt sé þó ekkert til til hafa áhyggjur af. „Það er sérstök lyfjameðferð til að meðhöndla þetta. Fyrir tveimur dögum byrjuðum við að sjá merki um höfnun líkamans á handleggjunum. Líkaminn er að hafna handleggjunum en þetta var vitað að gæti gerst,“ sagði Guðmundur Felix. „Rauðir blettir byrjuðu að myndast á handleggjunum og í öllum tilvikum er þetta eitthvað sem algengt er að gerist fyrstu níutíu dagana. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Guðmundur segir gott að einkennin hafi komið upp á meðan hann er á spítalanum, þar sé hægt að meðhöndla stöðuna. Glaður með árangurinn Þann 22. febrúar verður Guðmundur fluttur á annan spítala í endurhæfingu. „Þar verð ég í óákvæðinn tíma. Ég verð heilt yfir í endurhæfingu í þrjú ár en verð líklega inniliggjandi þar í þrjá mánuði,“ sagði Guðmundur Felix. Að öðru leyti segist Guðmundur hress. Honum gengur vel að komast á fætur á morgnanna og verður minna þreyttur en áður við gang. „Ég er mjög glaður með árangurinn.“ Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Felix á fætur og steig dans Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan. 25. janúar 2021 16:58 „Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti. 22. janúar 2021 18:17 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Guðmundur Felix Grétarsson sem gekk nýverið undir handaágræðslu í Frakklandi. Hann upplýsir fylgjendur sína á Facebook reglulega um stöðu mála eftir aðgerðina. Í dag birti hann myndband þar sem hann greinir frá því að fyrir tveimur dögum tóku læknar eftir merkjum um höfnun líkamans á nýjum handleggjum Guðmundar. Slíkt sé þó ekkert til til hafa áhyggjur af. „Það er sérstök lyfjameðferð til að meðhöndla þetta. Fyrir tveimur dögum byrjuðum við að sjá merki um höfnun líkamans á handleggjunum. Líkaminn er að hafna handleggjunum en þetta var vitað að gæti gerst,“ sagði Guðmundur Felix. „Rauðir blettir byrjuðu að myndast á handleggjunum og í öllum tilvikum er þetta eitthvað sem algengt er að gerist fyrstu níutíu dagana. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Guðmundur segir gott að einkennin hafi komið upp á meðan hann er á spítalanum, þar sé hægt að meðhöndla stöðuna. Glaður með árangurinn Þann 22. febrúar verður Guðmundur fluttur á annan spítala í endurhæfingu. „Þar verð ég í óákvæðinn tíma. Ég verð heilt yfir í endurhæfingu í þrjú ár en verð líklega inniliggjandi þar í þrjá mánuði,“ sagði Guðmundur Felix. Að öðru leyti segist Guðmundur hress. Honum gengur vel að komast á fætur á morgnanna og verður minna þreyttur en áður við gang. „Ég er mjög glaður með árangurinn.“
Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Felix á fætur og steig dans Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan. 25. janúar 2021 16:58 „Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti. 22. janúar 2021 18:17 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Felix á fætur og steig dans Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan. 25. janúar 2021 16:58
„Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti. 22. janúar 2021 18:17
„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14