Líkaminn byrjaður að hafna handleggjum Guðmundar: „Ekkert til að hafa áhyggjur af“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2021 13:44 Guðmundur Felix notar blýantinn til að skrifast á við fólk á Facebook. Þangað streyma kveðjurnar. Líkami Guðmundar Felix Grétarssonar er byrjaður að hafna höndum sem voru ágræddar á hann. Höfnunin er algeng og sætir hann nú lyfjameðverð vegna þessa. Guðmundur Felix Grétarsson sem gekk nýverið undir handaágræðslu í Frakklandi. Hann upplýsir fylgjendur sína á Facebook reglulega um stöðu mála eftir aðgerðina. Í dag birti hann myndband þar sem hann greinir frá því að fyrir tveimur dögum tóku læknar eftir merkjum um höfnun líkamans á nýjum handleggjum Guðmundar. Slíkt sé þó ekkert til til hafa áhyggjur af. „Það er sérstök lyfjameðferð til að meðhöndla þetta. Fyrir tveimur dögum byrjuðum við að sjá merki um höfnun líkamans á handleggjunum. Líkaminn er að hafna handleggjunum en þetta var vitað að gæti gerst,“ sagði Guðmundur Felix. „Rauðir blettir byrjuðu að myndast á handleggjunum og í öllum tilvikum er þetta eitthvað sem algengt er að gerist fyrstu níutíu dagana. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Guðmundur segir gott að einkennin hafi komið upp á meðan hann er á spítalanum, þar sé hægt að meðhöndla stöðuna. Glaður með árangurinn Þann 22. febrúar verður Guðmundur fluttur á annan spítala í endurhæfingu. „Þar verð ég í óákvæðinn tíma. Ég verð heilt yfir í endurhæfingu í þrjú ár en verð líklega inniliggjandi þar í þrjá mánuði,“ sagði Guðmundur Felix. Að öðru leyti segist Guðmundur hress. Honum gengur vel að komast á fætur á morgnanna og verður minna þreyttur en áður við gang. „Ég er mjög glaður með árangurinn.“ Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Felix á fætur og steig dans Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan. 25. janúar 2021 16:58 „Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti. 22. janúar 2021 18:17 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Guðmundur Felix Grétarsson sem gekk nýverið undir handaágræðslu í Frakklandi. Hann upplýsir fylgjendur sína á Facebook reglulega um stöðu mála eftir aðgerðina. Í dag birti hann myndband þar sem hann greinir frá því að fyrir tveimur dögum tóku læknar eftir merkjum um höfnun líkamans á nýjum handleggjum Guðmundar. Slíkt sé þó ekkert til til hafa áhyggjur af. „Það er sérstök lyfjameðferð til að meðhöndla þetta. Fyrir tveimur dögum byrjuðum við að sjá merki um höfnun líkamans á handleggjunum. Líkaminn er að hafna handleggjunum en þetta var vitað að gæti gerst,“ sagði Guðmundur Felix. „Rauðir blettir byrjuðu að myndast á handleggjunum og í öllum tilvikum er þetta eitthvað sem algengt er að gerist fyrstu níutíu dagana. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Guðmundur segir gott að einkennin hafi komið upp á meðan hann er á spítalanum, þar sé hægt að meðhöndla stöðuna. Glaður með árangurinn Þann 22. febrúar verður Guðmundur fluttur á annan spítala í endurhæfingu. „Þar verð ég í óákvæðinn tíma. Ég verð heilt yfir í endurhæfingu í þrjú ár en verð líklega inniliggjandi þar í þrjá mánuði,“ sagði Guðmundur Felix. Að öðru leyti segist Guðmundur hress. Honum gengur vel að komast á fætur á morgnanna og verður minna þreyttur en áður við gang. „Ég er mjög glaður með árangurinn.“
Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Felix á fætur og steig dans Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan. 25. janúar 2021 16:58 „Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti. 22. janúar 2021 18:17 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Felix á fætur og steig dans Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan. 25. janúar 2021 16:58
„Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti. 22. janúar 2021 18:17
„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14