Freista þess að leysa bílastæðavanda með því að bólusetja í Laugardalshöll Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 20:58 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir undirbúning að opnun fjöldabólusetningarmiðstöðvar í Laugardalshöll ekki tengjast mögulegum samningi við Pfizer um bólusetningu allrar þjóðarinnar. Hann býst við að bólusetningarmiðstöð í Laugardalshöll verði tekin í notkun á miðvikudaginn. „Við erum að reyna að leysa þessi bílastæðamál. Það hefur aðeins verið hamlandi þáttur á Suðurlandsbrautinni þessi bílastæðamál þannig að við ætlum að athuga hvort að þetta geti gengið þægilegar í gegn, ef að við erum með meiri bílastæði þannig að við ætlum að prófa Laugardalshöllina,“ segir Óskar en fjallað var um málið í kvöldfréttum Rúv í kvöld. Hann segir undirbúning að opnun fjöldabólusetningarmiðstöðvar í Laugardalshöll ekki vera til marks um að samningur við Pfizer um mögulega bólusetningu allrar þjóðarinnar verði að veruleika. „Við höfum ekki hugmynd um það, við höfum ekkert með það að gera. Þetta er bara til þess að leysa þau mál sem að við erum með akkúrat núna, að bílastæðin hafa verið aðeins hamlandi þáttur. Við tókum eftir því þegar við fengum gamla fólkið að það var hamlandi þáttur, það voru bílastæðin á Suðurlandsbraut. Núna þegar við höldum áfram að bólusetja í febrúar með þessum hætti þá viljum við reyna að passa það að það verði ekki neinn stoppari hjá okkur og að þetta gangi bara vel fyrir sig,“ segir Óskar og ítrekar að þetta hafi ekki neitt með Pfizer-samninga að gera. „Við höfum auðvitað ekki hugmynd um neitt í þeim málum. En við erum eins og skátarnir, ávallt reiðubúin,“ segir Óskar. „Þetta sem við erum að gera núna er bara að leysa bílastæðamálin, svona til að tryggja það að þetta gang þægilegra fyrir sig, að við séum ekki að bíða eftir fólki. Þetta rennur betur í gegn ef að bílastæðin eru góð.“ Bólusetning fer gjarnan fram í nokkrum törnum eftir því sem skammtar berast til landsins af bóluefni. „Við erum ekkert að bólusetja alveg alla daga af því að bóluefnið er ekki það mikið að við þurfum þess. En við viljum bara sjá til þess að það sé ekkert að stranda á okkur,“ segir Óskar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
„Við erum að reyna að leysa þessi bílastæðamál. Það hefur aðeins verið hamlandi þáttur á Suðurlandsbrautinni þessi bílastæðamál þannig að við ætlum að athuga hvort að þetta geti gengið þægilegar í gegn, ef að við erum með meiri bílastæði þannig að við ætlum að prófa Laugardalshöllina,“ segir Óskar en fjallað var um málið í kvöldfréttum Rúv í kvöld. Hann segir undirbúning að opnun fjöldabólusetningarmiðstöðvar í Laugardalshöll ekki vera til marks um að samningur við Pfizer um mögulega bólusetningu allrar þjóðarinnar verði að veruleika. „Við höfum ekki hugmynd um það, við höfum ekkert með það að gera. Þetta er bara til þess að leysa þau mál sem að við erum með akkúrat núna, að bílastæðin hafa verið aðeins hamlandi þáttur. Við tókum eftir því þegar við fengum gamla fólkið að það var hamlandi þáttur, það voru bílastæðin á Suðurlandsbraut. Núna þegar við höldum áfram að bólusetja í febrúar með þessum hætti þá viljum við reyna að passa það að það verði ekki neinn stoppari hjá okkur og að þetta gangi bara vel fyrir sig,“ segir Óskar og ítrekar að þetta hafi ekki neitt með Pfizer-samninga að gera. „Við höfum auðvitað ekki hugmynd um neitt í þeim málum. En við erum eins og skátarnir, ávallt reiðubúin,“ segir Óskar. „Þetta sem við erum að gera núna er bara að leysa bílastæðamálin, svona til að tryggja það að þetta gang þægilegra fyrir sig, að við séum ekki að bíða eftir fólki. Þetta rennur betur í gegn ef að bílastæðin eru góð.“ Bólusetning fer gjarnan fram í nokkrum törnum eftir því sem skammtar berast til landsins af bóluefni. „Við erum ekkert að bólusetja alveg alla daga af því að bóluefnið er ekki það mikið að við þurfum þess. En við viljum bara sjá til þess að það sé ekkert að stranda á okkur,“ segir Óskar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira