„Everest er eiginlega bara túristafjall miðað við þetta fjall“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 20:02 Ekkert hefur spurst til Johns Snorra í vel á annan sólarhring. Annar samferðamanna hans er kominn aftur niður í grunnbúðir. „Þetta er bara agalegt í rauninni. Maður gerir sér enga grein fyrir hvernig staðan er hjá þeim og hvar þeir eru og hvort þeir séu þarna einhvers staðar í vari. Það er eiginlega það sem maður er að vonast eftir,“ segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður í samtali við Vísi. Kári fylgdi John Snorra Sigurjónssyni áleiðis upp K2 fyrir nokkrum árum og þekkir því nokkuð til aðstæðna á fjallinu. Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og ferðafélaga hans í hátt á annan sólarhring. Aukinn kraftur verður settur í leit í fyrramálið. „Þetta er bara svo erfiður staður og hættulegur staður. Það er kalt á Íslandi en þarna eru veðrin allt, allt önnur og bara frostið og vindurinn og allt þetta,“ segir Kári. „Hugsanir okkar eru auðvitað bara hjá fjölskyldunni og vinum og ættingjum og vonandi að við fáum einhverjar jákvæðar fréttir.“ Þegar svo ofarlega sé komið sé fjallið ein löng brekka, frá A til Ö. „Þetta er talið vera erfiðasta og hættulegasta fjall í heimi og ekki margir hafa komist þar upp. Everest er eiginlega bara túristafjall miðað við þetta fjall,“ segir Kári. Leiðangurinn upp fjallið sé bæði flókinn og mjög erfiður viðureignar. „Þetta er bara fjall-IÐ. Það er kannski til einn eða tveir aðrir staðir í heiminum sem eru kannski erfiðari eða hættulegri en ekki svona langtíma-hættulegir eins og þetta.“ „Allan tímann er von“ Hann segir það þó gefa von að John Snorri sé vel kunnugur aðstæðum í fjallinu. „Það sem maður hugsar jákvætt er að John er búinn að fara þarna upp á topp og hann fór þarna í fyrravetur og þekkti þessar aðstæður náttúrlega mjög vel. Þá varð léttara yfir manni að, þetta myndi nú allt ganga eftir. Svo á það bara eftir að koma í ljós, vonandi sem fyrst, að þeir séu þarna einhvers staðar,“ segir Kári sem bindur vonir við að John Snorri og samferðamenn hans hafi komist í var í grunnbúðum 4. „Allan tímann er von. Tæki og tól í dag eru náttúrlega allt annað heldur en var hérna á árum áður og maður eiginlega heldur í þá þrá, að það sé ennþá einhver von. Að það sé von út af því í rauninni að búnaður er orðinn það góður í dag að hann gæti þolað þó þetta. Við gefumst ekkert þar upp fyrr en í fullan hnefann reynir og við fáum einhverjar staðfestar fréttir af því,“ segir Kári. Vonar að flogið verði yfir á stærri flugvélum Á morgun á að halda leit áfram að auknum krafti og bindur Kári vonir við að eitthvað komi í ljós um afdrif Johns og hinna í hópnum. Leitað var með þyrlu í dag en það eru takmörk fyrir því hve langt upp er hægt að leita með þyrlunni. „Ef þeir eru uppi í grunnbúðum fjögur þá ná þeir ekkert þangað. Það er þá ekki nema með stærri flugvélum sem geta flogið þar yfir. Ég var eiginlega að vona að það myndi takast, að það færi einhver flutningsvél sem gæti flogið þetta hátt,“ segir Kári. „Þeir gætu séð þá alla veganna hvort það eru einhver ummerki, hvort það sé einhver þar. En þyrlurnar sjálfar komast bara svo og svo hátt,“ bætir hann við. Það sé ekki hlaupið að því að ráðast í björgunarleiðangur á slóðum sem þessum. „Menn eru að leggja sig í hættu með því að fara upp í hvert skipti. Menn eru að leggja líf sitt í hættu með því að fara upp í hvert skipti. En í mínu litla hjarta þá er það mín ósk og tilfinning að hann sé þarna, og þeir, í grunnbúðum 4. Og ef þeir hafa gert það þá er von. Það er gott að heyra að herinn ætli að taka fullan þátt í þessu og hann er eina stofnunin í rauninni sem gæti gert eitthvað þarna. Það er eina vonin í sjálfu sér. Ef herinn fer á fullt á morgun þá vonandi fáum við einhverjar fréttir.“ Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Kári fylgdi John Snorra Sigurjónssyni áleiðis upp K2 fyrir nokkrum árum og þekkir því nokkuð til aðstæðna á fjallinu. Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og ferðafélaga hans í hátt á annan sólarhring. Aukinn kraftur verður settur í leit í fyrramálið. „Þetta er bara svo erfiður staður og hættulegur staður. Það er kalt á Íslandi en þarna eru veðrin allt, allt önnur og bara frostið og vindurinn og allt þetta,“ segir Kári. „Hugsanir okkar eru auðvitað bara hjá fjölskyldunni og vinum og ættingjum og vonandi að við fáum einhverjar jákvæðar fréttir.“ Þegar svo ofarlega sé komið sé fjallið ein löng brekka, frá A til Ö. „Þetta er talið vera erfiðasta og hættulegasta fjall í heimi og ekki margir hafa komist þar upp. Everest er eiginlega bara túristafjall miðað við þetta fjall,“ segir Kári. Leiðangurinn upp fjallið sé bæði flókinn og mjög erfiður viðureignar. „Þetta er bara fjall-IÐ. Það er kannski til einn eða tveir aðrir staðir í heiminum sem eru kannski erfiðari eða hættulegri en ekki svona langtíma-hættulegir eins og þetta.“ „Allan tímann er von“ Hann segir það þó gefa von að John Snorri sé vel kunnugur aðstæðum í fjallinu. „Það sem maður hugsar jákvætt er að John er búinn að fara þarna upp á topp og hann fór þarna í fyrravetur og þekkti þessar aðstæður náttúrlega mjög vel. Þá varð léttara yfir manni að, þetta myndi nú allt ganga eftir. Svo á það bara eftir að koma í ljós, vonandi sem fyrst, að þeir séu þarna einhvers staðar,“ segir Kári sem bindur vonir við að John Snorri og samferðamenn hans hafi komist í var í grunnbúðum 4. „Allan tímann er von. Tæki og tól í dag eru náttúrlega allt annað heldur en var hérna á árum áður og maður eiginlega heldur í þá þrá, að það sé ennþá einhver von. Að það sé von út af því í rauninni að búnaður er orðinn það góður í dag að hann gæti þolað þó þetta. Við gefumst ekkert þar upp fyrr en í fullan hnefann reynir og við fáum einhverjar staðfestar fréttir af því,“ segir Kári. Vonar að flogið verði yfir á stærri flugvélum Á morgun á að halda leit áfram að auknum krafti og bindur Kári vonir við að eitthvað komi í ljós um afdrif Johns og hinna í hópnum. Leitað var með þyrlu í dag en það eru takmörk fyrir því hve langt upp er hægt að leita með þyrlunni. „Ef þeir eru uppi í grunnbúðum fjögur þá ná þeir ekkert þangað. Það er þá ekki nema með stærri flugvélum sem geta flogið þar yfir. Ég var eiginlega að vona að það myndi takast, að það færi einhver flutningsvél sem gæti flogið þetta hátt,“ segir Kári. „Þeir gætu séð þá alla veganna hvort það eru einhver ummerki, hvort það sé einhver þar. En þyrlurnar sjálfar komast bara svo og svo hátt,“ bætir hann við. Það sé ekki hlaupið að því að ráðast í björgunarleiðangur á slóðum sem þessum. „Menn eru að leggja sig í hættu með því að fara upp í hvert skipti. Menn eru að leggja líf sitt í hættu með því að fara upp í hvert skipti. En í mínu litla hjarta þá er það mín ósk og tilfinning að hann sé þarna, og þeir, í grunnbúðum 4. Og ef þeir hafa gert það þá er von. Það er gott að heyra að herinn ætli að taka fullan þátt í þessu og hann er eina stofnunin í rauninni sem gæti gert eitthvað þarna. Það er eina vonin í sjálfu sér. Ef herinn fer á fullt á morgun þá vonandi fáum við einhverjar fréttir.“
Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira