Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 08:00 Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. Prestur í Háteigskirkju segir síðustu mánuði hafa verið nokkuð erfiða en hún er bjartsýn á framhaldið. Kráareigendur eru kampakátir með breytingarnar. „Mér finnst þetta bara æðislegt, við erum svo glöð og kát og erum að óska hvert öðru til hamingju með að mega svolítið fara að opna kirkjurnar aftur og hleypa fólki inn,“ segir séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur við Háteigskirkju. Hún bætir við að síðustu mánuðir hafi verið þungbærir. „Þetta er mjög erfitt bæði í gleði og sorg, við sjáum alveg að það hlýtur að vera mög erfitt til dæmis í allri sorgargöngu fólks að geta ekki fylgt þeim til grafar sem að maður hefur tengst og að fylgjast með á streymi kemur aldrei í staðinn fyrir það eða vera á sama stað.“ Helga telur að breyttir og betri tímar séu nú fram undan. „Við erum bara svo kát, það er nefnilega svo mikil gleði í kirkjunni.“ Síminn ekki stoppað Fleiri tóku gleði sína á ný í gær og það eru eflaust margir sem að fagna því að skemmtistaðir og krár fái loks að opna aftur eftir hátt í átta mánaða lokun. Kormákur Geirharðsson, eigandi Ölstofu Kormáks og Skjaldar segist vera spenntur fyrir því að fólk fái aftur að tylla sér á staðnum með bjór við hönd. „Þetta er geggjað sko, síminn er búinni að hringja í allan dag og ég er að fara að tékka á dælunum hvort þær virki.“ Þó staðirnir fái aðeins að taka á móti 20 manns til klukkan 22 á kvöldin þá verði það látið ganga upp. Tekur gleðihopp í kjölfar fregnanna „Ég er bara sáttur í bili, við erum svo glöð að fá að vera með hinum í sama leik og hinir eru í, hafa sömu leikreglur og að allir séu á sama stað. Þannig að okkur finnst gaman að fá að fara aftur að leika,“ segir Kormákur og vísar til þess að ólíkar reglur hafa gilt um krár og veitingastaði sem selja þó áfengi. Er þetta búið að vera erfitt? „Ó já en Pollýanna er búin að hjálpa manni, Pollýanna er okkar átrúnaðargoð, það er allt gott. Það er ekkert víst að þetta klikki,“ segir Kormákur skömmu áður en sést taka gleðihopp fyrir utan Ölstofuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Veitingastaðir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Prestur í Háteigskirkju segir síðustu mánuði hafa verið nokkuð erfiða en hún er bjartsýn á framhaldið. Kráareigendur eru kampakátir með breytingarnar. „Mér finnst þetta bara æðislegt, við erum svo glöð og kát og erum að óska hvert öðru til hamingju með að mega svolítið fara að opna kirkjurnar aftur og hleypa fólki inn,“ segir séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur við Háteigskirkju. Hún bætir við að síðustu mánuðir hafi verið þungbærir. „Þetta er mjög erfitt bæði í gleði og sorg, við sjáum alveg að það hlýtur að vera mög erfitt til dæmis í allri sorgargöngu fólks að geta ekki fylgt þeim til grafar sem að maður hefur tengst og að fylgjast með á streymi kemur aldrei í staðinn fyrir það eða vera á sama stað.“ Helga telur að breyttir og betri tímar séu nú fram undan. „Við erum bara svo kát, það er nefnilega svo mikil gleði í kirkjunni.“ Síminn ekki stoppað Fleiri tóku gleði sína á ný í gær og það eru eflaust margir sem að fagna því að skemmtistaðir og krár fái loks að opna aftur eftir hátt í átta mánaða lokun. Kormákur Geirharðsson, eigandi Ölstofu Kormáks og Skjaldar segist vera spenntur fyrir því að fólk fái aftur að tylla sér á staðnum með bjór við hönd. „Þetta er geggjað sko, síminn er búinni að hringja í allan dag og ég er að fara að tékka á dælunum hvort þær virki.“ Þó staðirnir fái aðeins að taka á móti 20 manns til klukkan 22 á kvöldin þá verði það látið ganga upp. Tekur gleðihopp í kjölfar fregnanna „Ég er bara sáttur í bili, við erum svo glöð að fá að vera með hinum í sama leik og hinir eru í, hafa sömu leikreglur og að allir séu á sama stað. Þannig að okkur finnst gaman að fá að fara aftur að leika,“ segir Kormákur og vísar til þess að ólíkar reglur hafa gilt um krár og veitingastaði sem selja þó áfengi. Er þetta búið að vera erfitt? „Ó já en Pollýanna er búin að hjálpa manni, Pollýanna er okkar átrúnaðargoð, það er allt gott. Það er ekkert víst að þetta klikki,“ segir Kormákur skömmu áður en sést taka gleðihopp fyrir utan Ölstofuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Veitingastaðir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira