Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 14:00 Víðir Reynisson, Arnar Þór Gíslason og Þórólfur Guðnason. Vísir Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkru eru afar ósáttir við að þeir þurfi að hafa lokað meðan aðrir vínveitingastaðir sem hafa veitingaleyfi og selja mat fái að hafa opið. Þeir kanna nú hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Meðal þeirra er Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars sem hefur verið lokaður í 8 mánuði. „Ég er báðum megin við borðið ég á líka Lebowskibar sem er opinn og þar hefur verið gætt að öllum sóttvarnarreglum. Ég þarf ekkert að pína fólk þar til að borða, þú mátt kaupa bjór eða kokteila ef þú fylgir öllum reglum þannig að ég skil ekki muninn á þessu,“ segir Arnar. Þórólfur Guðnason segir þessa gagnrýni ekki nýja af nálinni. Aðspurður hvað honum finnst um að verið sé að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotinn segir hann: „Þetta er spurning um lögformlega hluti, eða skilgreiningar í lögum. Hvað á að kalla hvaða stað og það er erfitt fyrir mig að koma með tillögur um slíkt þegar lagaramminn er þannig. Ég verð eiginlega að vísa þessu á ráðuneytið sem setur sóttvarnarreglugerðina í form,“ segir Þórólfur. Hann segir að af sinni hálfu sé skýrt af hverju ákveðið var í síðustu tillögum að barir og skemmtistaðir yrðu lokaðir áfram. „Hvaða reynslu höfum við af uppruna smita? Ef við skoðum þriðju bylgjuna þá hófst hún á pöbbum og börum og hnefaleikastöð. Þetta eru líka þeir staðir sem hafa verið nefndir sem áhættustaðir erlendis,“ segir hann. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra segir þetta um málið: „Kráareigendum er auðvitað í sjálfsvald sett að sækja rétt sinn. Heilbrigðisráðherra setur reglugerðina og það þarf að beina þessu þangað. Það er hægt að fara yfir mjög margt í sóttvarnarreglunum gegnum tíðina og menn hafa séð að einhverjum finnst eitthvað sanngjarnt og öðrum ekki. Það eru alltaf einhver göt. En þá er það bara þannig, það er verið að reyna að finna einhverjar línur í þessum málum,“ segir hann. Hann segir mikilvægast að almenningur fari að settum reglum. „En fyrst og fremst segi ég að ef að fólk er að fara á veitingastaði í þeim tilgangi að nota þá sem krá en ekki veitingastað þá er það hegðun fólks sem er ekki í lagi og við erum alltaf að biðla til fólks að vera með okkur í þessu,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkru eru afar ósáttir við að þeir þurfi að hafa lokað meðan aðrir vínveitingastaðir sem hafa veitingaleyfi og selja mat fái að hafa opið. Þeir kanna nú hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Meðal þeirra er Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars sem hefur verið lokaður í 8 mánuði. „Ég er báðum megin við borðið ég á líka Lebowskibar sem er opinn og þar hefur verið gætt að öllum sóttvarnarreglum. Ég þarf ekkert að pína fólk þar til að borða, þú mátt kaupa bjór eða kokteila ef þú fylgir öllum reglum þannig að ég skil ekki muninn á þessu,“ segir Arnar. Þórólfur Guðnason segir þessa gagnrýni ekki nýja af nálinni. Aðspurður hvað honum finnst um að verið sé að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotinn segir hann: „Þetta er spurning um lögformlega hluti, eða skilgreiningar í lögum. Hvað á að kalla hvaða stað og það er erfitt fyrir mig að koma með tillögur um slíkt þegar lagaramminn er þannig. Ég verð eiginlega að vísa þessu á ráðuneytið sem setur sóttvarnarreglugerðina í form,“ segir Þórólfur. Hann segir að af sinni hálfu sé skýrt af hverju ákveðið var í síðustu tillögum að barir og skemmtistaðir yrðu lokaðir áfram. „Hvaða reynslu höfum við af uppruna smita? Ef við skoðum þriðju bylgjuna þá hófst hún á pöbbum og börum og hnefaleikastöð. Þetta eru líka þeir staðir sem hafa verið nefndir sem áhættustaðir erlendis,“ segir hann. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra segir þetta um málið: „Kráareigendum er auðvitað í sjálfsvald sett að sækja rétt sinn. Heilbrigðisráðherra setur reglugerðina og það þarf að beina þessu þangað. Það er hægt að fara yfir mjög margt í sóttvarnarreglunum gegnum tíðina og menn hafa séð að einhverjum finnst eitthvað sanngjarnt og öðrum ekki. Það eru alltaf einhver göt. En þá er það bara þannig, það er verið að reyna að finna einhverjar línur í þessum málum,“ segir hann. Hann segir mikilvægast að almenningur fari að settum reglum. „En fyrst og fremst segi ég að ef að fólk er að fara á veitingastaði í þeim tilgangi að nota þá sem krá en ekki veitingastað þá er það hegðun fólks sem er ekki í lagi og við erum alltaf að biðla til fólks að vera með okkur í þessu,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira