Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 08:00 Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. Prestur í Háteigskirkju segir síðustu mánuði hafa verið nokkuð erfiða en hún er bjartsýn á framhaldið. Kráareigendur eru kampakátir með breytingarnar. „Mér finnst þetta bara æðislegt, við erum svo glöð og kát og erum að óska hvert öðru til hamingju með að mega svolítið fara að opna kirkjurnar aftur og hleypa fólki inn,“ segir séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur við Háteigskirkju. Hún bætir við að síðustu mánuðir hafi verið þungbærir. „Þetta er mjög erfitt bæði í gleði og sorg, við sjáum alveg að það hlýtur að vera mög erfitt til dæmis í allri sorgargöngu fólks að geta ekki fylgt þeim til grafar sem að maður hefur tengst og að fylgjast með á streymi kemur aldrei í staðinn fyrir það eða vera á sama stað.“ Helga telur að breyttir og betri tímar séu nú fram undan. „Við erum bara svo kát, það er nefnilega svo mikil gleði í kirkjunni.“ Síminn ekki stoppað Fleiri tóku gleði sína á ný í gær og það eru eflaust margir sem að fagna því að skemmtistaðir og krár fái loks að opna aftur eftir hátt í átta mánaða lokun. Kormákur Geirharðsson, eigandi Ölstofu Kormáks og Skjaldar segist vera spenntur fyrir því að fólk fái aftur að tylla sér á staðnum með bjór við hönd. „Þetta er geggjað sko, síminn er búinni að hringja í allan dag og ég er að fara að tékka á dælunum hvort þær virki.“ Þó staðirnir fái aðeins að taka á móti 20 manns til klukkan 22 á kvöldin þá verði það látið ganga upp. Tekur gleðihopp í kjölfar fregnanna „Ég er bara sáttur í bili, við erum svo glöð að fá að vera með hinum í sama leik og hinir eru í, hafa sömu leikreglur og að allir séu á sama stað. Þannig að okkur finnst gaman að fá að fara aftur að leika,“ segir Kormákur og vísar til þess að ólíkar reglur hafa gilt um krár og veitingastaði sem selja þó áfengi. Er þetta búið að vera erfitt? „Ó já en Pollýanna er búin að hjálpa manni, Pollýanna er okkar átrúnaðargoð, það er allt gott. Það er ekkert víst að þetta klikki,“ segir Kormákur skömmu áður en sést taka gleðihopp fyrir utan Ölstofuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Veitingastaðir Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira
Prestur í Háteigskirkju segir síðustu mánuði hafa verið nokkuð erfiða en hún er bjartsýn á framhaldið. Kráareigendur eru kampakátir með breytingarnar. „Mér finnst þetta bara æðislegt, við erum svo glöð og kát og erum að óska hvert öðru til hamingju með að mega svolítið fara að opna kirkjurnar aftur og hleypa fólki inn,“ segir séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur við Háteigskirkju. Hún bætir við að síðustu mánuðir hafi verið þungbærir. „Þetta er mjög erfitt bæði í gleði og sorg, við sjáum alveg að það hlýtur að vera mög erfitt til dæmis í allri sorgargöngu fólks að geta ekki fylgt þeim til grafar sem að maður hefur tengst og að fylgjast með á streymi kemur aldrei í staðinn fyrir það eða vera á sama stað.“ Helga telur að breyttir og betri tímar séu nú fram undan. „Við erum bara svo kát, það er nefnilega svo mikil gleði í kirkjunni.“ Síminn ekki stoppað Fleiri tóku gleði sína á ný í gær og það eru eflaust margir sem að fagna því að skemmtistaðir og krár fái loks að opna aftur eftir hátt í átta mánaða lokun. Kormákur Geirharðsson, eigandi Ölstofu Kormáks og Skjaldar segist vera spenntur fyrir því að fólk fái aftur að tylla sér á staðnum með bjór við hönd. „Þetta er geggjað sko, síminn er búinni að hringja í allan dag og ég er að fara að tékka á dælunum hvort þær virki.“ Þó staðirnir fái aðeins að taka á móti 20 manns til klukkan 22 á kvöldin þá verði það látið ganga upp. Tekur gleðihopp í kjölfar fregnanna „Ég er bara sáttur í bili, við erum svo glöð að fá að vera með hinum í sama leik og hinir eru í, hafa sömu leikreglur og að allir séu á sama stað. Þannig að okkur finnst gaman að fá að fara aftur að leika,“ segir Kormákur og vísar til þess að ólíkar reglur hafa gilt um krár og veitingastaði sem selja þó áfengi. Er þetta búið að vera erfitt? „Ó já en Pollýanna er búin að hjálpa manni, Pollýanna er okkar átrúnaðargoð, það er allt gott. Það er ekkert víst að þetta klikki,“ segir Kormákur skömmu áður en sést taka gleðihopp fyrir utan Ölstofuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Veitingastaðir Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira