Innlent

Mat sóttvarnalæknis að ráðast megi í vægar afléttingar sem fyrst

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir

Ríkisstjórnin fundar nú um tillögur sóttvarnalæknis að vægum afléttingum innanlands í ljósi batnandi stöðu í faraldrinum. Ætla má að heilbrigðisráðherra bregðist við tillögunum að loknum fundi.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um vægar afléttingar innanlands, seint í gærkvöldi.

„Já, þetta eru svona vægar tillögur og ég veit alveg að sumum mun örugglega mislíka að það skuli ekki vera aðeins frjálslegri opnanir og svo öðrum of geyst sé farið eins og venjulega er í kringum þessar tillögur.“

Þórólfur vildi að svo stöddu síður greina frá því hvaða svið samfélagsins afléttingarnar snerta en að hans mati gætu afléttingarnar tekið gildi sem fyrst. Það væri rétt að leyfa heilbrigðisráðherra að bregðast við tillögunum opinberlega fyrst.

„Ég var ekki með neina dagsetningu en ég tel að það geti gerst sem fyrst, eða eftir því sem ráðuneytið telur heppilegast og lagði til að þær myndu gilda til næstu mánaðamóta. Hvort ráðuneytið ákveður að láta þær taka gildi eftir helgi eða hvernig það verður, það er eitthvað sem ráðuneytið á eftir að gefa út.“

Áfram þurfi þó að fara að öllu með gát.

„Sérstaklega með hliðsjón af útbreiðslu faraldursins erlendis og með tilliti til nýrra afbrigða kórónuveirunnar. Þess vegna þurfum við að fara verlega í þetta til að við náum að viðhalda þessum árangri.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×