Krefst milljarða í bætur frá Fox og lögmönnum Trump Sylvía Hall skrifar 4. febrúar 2021 23:28 Rudy Giuliani, fyrrum lögmaður Trump, hélt því fram að víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað í forsetakosningunum í nóvember. Drew Angerer/Getty Tæknifyrirtækið Smartmatic hefur höfðað meiðyrðamál gegn Rudy Giuliani og Sidney Powell, fyrrum lögmönnum Trump sem og Fox News og þremur þáttastjórnendum þar. Fyrirtækið segir ummæli þeirra um meint kosningasvindl af hálfu fyrirtækisins í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember vera hreinar og beinar lygar. Smartmatic sér um hugbúnað sem er notaður við atkvæðagreiðslu í kosningum, en hann var einungis notaður við kosningar í Los Angeles-sýslu. Þrátt fyrir takmarkað hlutverk fyrirtækisins í kosningunum hafi Fox News engu að síður flutt þrettán fréttir þar sem fullyrt var, eða gefið í skyn, að Smartmatic hafi í samráði við ríkisstjórn Venesúela stolið kosningunum. AP greinir frá. Bótakrafa fyrirtækisins hljóðar upp á 2,7 milljarða Bandaríkjadala og er með stærstu meiðyrðamálum í sögunni. Fyrr í vikunni hafði tæknifyrirtækið Dominion, sem einnig tekur þátt í framkvæmd kosninga og sá um kosningabúnað í 24 ríkjum, höfðað mál gegn Giuliani og Powell og krafist 1,3 milljarða Bandaríkjadala í bætur. Giuliani og Powell fóru mikinn í kjölfar kosninganna og fullyrtu að víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað. Héldu þeir þeim fullyrðingum til streitu, þrátt fyrir að þáverandi dómsmálaráðherrann William Barr hafði fullyrt að ekkert benti til þess að svindlað hefði verið í kosningunum. „Saga þeirra var lygi, en það var saga sem var seld,“ segir í stefnu fyrirtækisins. Þáttastjórnendurnir Dobbs, Maria Bartiromo og Jeanine Pirro eru einnig krafðir um bætur, en í stefnunni segir að þau hafi öll notið góðs af þeirri atburðarás sem fór af stað í kringum sögusagnir um kosningasvindl. Fox News hafi með framgöngu sinni tekið þátt í „vel skipulögðum dansi“ í því skyni að halda í íhaldssama áhorfendur, sem í auknum mæli fóru að leita í nýjar fréttaveitur á hægri vængnum. Í yfirlýsingu frá Fox News er ásökununum hafnað. Fréttastofan standi með fréttaflutningi sínum og sé stolt af umfjöllun sinni um kosningarnar á síðasta ári. Telur Fox News málshöfðunina byggja á engu þar sem þau hafi aðeins flutt fréttir af kosningunum og gera samhengi hlutanna góð skil. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira
Smartmatic sér um hugbúnað sem er notaður við atkvæðagreiðslu í kosningum, en hann var einungis notaður við kosningar í Los Angeles-sýslu. Þrátt fyrir takmarkað hlutverk fyrirtækisins í kosningunum hafi Fox News engu að síður flutt þrettán fréttir þar sem fullyrt var, eða gefið í skyn, að Smartmatic hafi í samráði við ríkisstjórn Venesúela stolið kosningunum. AP greinir frá. Bótakrafa fyrirtækisins hljóðar upp á 2,7 milljarða Bandaríkjadala og er með stærstu meiðyrðamálum í sögunni. Fyrr í vikunni hafði tæknifyrirtækið Dominion, sem einnig tekur þátt í framkvæmd kosninga og sá um kosningabúnað í 24 ríkjum, höfðað mál gegn Giuliani og Powell og krafist 1,3 milljarða Bandaríkjadala í bætur. Giuliani og Powell fóru mikinn í kjölfar kosninganna og fullyrtu að víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað. Héldu þeir þeim fullyrðingum til streitu, þrátt fyrir að þáverandi dómsmálaráðherrann William Barr hafði fullyrt að ekkert benti til þess að svindlað hefði verið í kosningunum. „Saga þeirra var lygi, en það var saga sem var seld,“ segir í stefnu fyrirtækisins. Þáttastjórnendurnir Dobbs, Maria Bartiromo og Jeanine Pirro eru einnig krafðir um bætur, en í stefnunni segir að þau hafi öll notið góðs af þeirri atburðarás sem fór af stað í kringum sögusagnir um kosningasvindl. Fox News hafi með framgöngu sinni tekið þátt í „vel skipulögðum dansi“ í því skyni að halda í íhaldssama áhorfendur, sem í auknum mæli fóru að leita í nýjar fréttaveitur á hægri vængnum. Í yfirlýsingu frá Fox News er ásökununum hafnað. Fréttastofan standi með fréttaflutningi sínum og sé stolt af umfjöllun sinni um kosningarnar á síðasta ári. Telur Fox News málshöfðunina byggja á engu þar sem þau hafi aðeins flutt fréttir af kosningunum og gera samhengi hlutanna góð skil.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira
Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54
„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20
Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54