Liverpool fær ekki að mæta Leipzig í Þýskalandi þann 16. febrúar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. febrúar 2021 19:21 Liverpool fær ekki að ferðast til Þýskalands þann 16. febrúar. Andrew Powell/Getty Images Liverpool og RB Leipzig geta ekki mæst þann 16. febrúar í Þýskalandi er liðin eiga að mætast í Meistaradeild Evrópu. Ástæðan eru breyttar sóttvarnareglur Þýskalands sem gilda til 17. febrúar. Leikurinn gæti farið fram á Anfield eða á hlutlausum velli. Sky Sports staðfesti í kvöld að ríkisstjórn Þýskaland hafi breytt inngönguskilyrðum erlendra ferðamanna til landsins. Fólk frá svæðum þar sem staðfest er að kórónuveiran hafi stökkbreyst fær inngöngu í landið. Undantekning er gerð fyrir þýska ríkisborgara eða fólk sem býr í Þýskalandi. Bannið tók gildi á laugardaginn og nú hefur verið staðfest að engin undantekning verður gerð fyrir Liverpool né önnur atvinnumannalið eða atvinnumenn í íþróttum. Liverpool's #UCL round-of-16 first-leg match at RB Leipzig will not be able to take place in Germany— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 4, 2021 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur staðfest að það sé í viðræðum við þýska knattspyrnusambandið og þýsku ríkisstjórnina um að finna lausn á málinu. UEFA hefur breytt regluverki sínu svo hægt er að skipta á heimaleikjum þannig að fyrri leikur Englandsmeistaranna og RB Leipzig gæti farið fram á Anfield í Liverpool og síðari leikur liðanna í Þýskalandi. Einnig geta leikir farið fram á hlutlausum velli og tveggja leikja einvígum breytt í aðeins einn leik ef þess er þörf. Útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst þann 16. febrúar með leikjum Barcelona og Paris Saint-Germain ásamt leik Leipzig og Liverpool. Allir leikir 16-liða úrslitanna verða sýndir í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira
Sky Sports staðfesti í kvöld að ríkisstjórn Þýskaland hafi breytt inngönguskilyrðum erlendra ferðamanna til landsins. Fólk frá svæðum þar sem staðfest er að kórónuveiran hafi stökkbreyst fær inngöngu í landið. Undantekning er gerð fyrir þýska ríkisborgara eða fólk sem býr í Þýskalandi. Bannið tók gildi á laugardaginn og nú hefur verið staðfest að engin undantekning verður gerð fyrir Liverpool né önnur atvinnumannalið eða atvinnumenn í íþróttum. Liverpool's #UCL round-of-16 first-leg match at RB Leipzig will not be able to take place in Germany— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 4, 2021 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur staðfest að það sé í viðræðum við þýska knattspyrnusambandið og þýsku ríkisstjórnina um að finna lausn á málinu. UEFA hefur breytt regluverki sínu svo hægt er að skipta á heimaleikjum þannig að fyrri leikur Englandsmeistaranna og RB Leipzig gæti farið fram á Anfield í Liverpool og síðari leikur liðanna í Þýskalandi. Einnig geta leikir farið fram á hlutlausum velli og tveggja leikja einvígum breytt í aðeins einn leik ef þess er þörf. Útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst þann 16. febrúar með leikjum Barcelona og Paris Saint-Germain ásamt leik Leipzig og Liverpool. Allir leikir 16-liða úrslitanna verða sýndir í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira