Innlent

Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm

Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi.

Þetta upplýsti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.

Fram kom í máli Þórólfs að 14 þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca muni koma hingað til lands í febrúar.

Þrír mánuðir verða látnir líða á  milli fyrri og seinni skammts en þannig nær bóluefnið hámarksvirkni sem er 90 prósent virkni.

Aðspurður sagði Þórólfur þessa ákvörðun byggja á rannsóknum sem liggja að baki bóluefninu. Hægt verði að nota bóluefnið hjá einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, starfsmönnum hjúkrunarheimila og fleiri aðilum sem sem eru ofarlega á forgangslista.

Þórólfur sagði að alls kæmu 74 þúsund skammtar af bóluefni hingað fyrir mánaðamótin mars/apríl. Þá sagði hann að fólk gæti ekki valið hvaða bóluefni það myndi fá en þrjú bóluefni hafa fengið markaðsleyfi hér á landi; bóluefni Pfizer, AstraZeneca og Moderna.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×