Repúblikanar aðhafast ekkert gegn Greene og Cheney Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 07:55 Marjorie Taylor Greene sést hér yfirgefa skrifstofu sína í þinghúsinu í gær. Getty/Tasos Katopodis Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn þingkonunum Marjorie Taylor Greene og Liz Cheney. Bæði Demókratar og þingmenn úr röðum Repúblikana hafa krafist þess að Greene víki úr öllum nefndum á vegum þingsins sem hún á sæti í vegna umdeildra ummæla hennar en hún þykir afar öfgafull í skoðunum. Greene segist meðal annars aðhyllast samsæriskenningar Qanon og þá hefur hún látið ýmis orð falla á samfélagsmiðlum sem vakið hafa óhug. Repúblikanar ákváðu á fundi sínum í gær að víkja henni ekki úr þingnefndum. Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, sagðist hneykslaður á ummælum Greene, en benti á að þau hefði hún látið falla áður en hún tók sæti á þinginu. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir kröfuna verða tekna fyrir í þinginu með formlegum hætti. Aðeins þarf einfaldan meirihluta til þess að nái fram að ganga og þar sem Demókratar hafa meirihluta í fulltrúadeildinni má ætla að Greene verði vikið úr nefndunum. Krafan verður tekin fyrir í dag að því er fram kemur í frétt BBC um málið. Það eru síðan hægrisinnaðir Repúblikanar á þinginu sem vildu víkja Cheney úr leiðtogahlutverki hennar úr flokknum. Hún var einn fárra Repúblikana sem greiddu atkvæði með því að ákæra Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Það hefur vakið mikla reiði meðal öfgafullra íhaldsmanna í Repúblikanaflokknum sem vilja ekki sjá Cheney í leiðtogahlutverki innan flokksins vegna þessa. Þá hefur hún einnig verið óhrædd við að gagnrýna Trump opinberlega sem hefur ýft fjaðrirnar á stuðningsmönnum hans. Bandaríkin Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Bæði Demókratar og þingmenn úr röðum Repúblikana hafa krafist þess að Greene víki úr öllum nefndum á vegum þingsins sem hún á sæti í vegna umdeildra ummæla hennar en hún þykir afar öfgafull í skoðunum. Greene segist meðal annars aðhyllast samsæriskenningar Qanon og þá hefur hún látið ýmis orð falla á samfélagsmiðlum sem vakið hafa óhug. Repúblikanar ákváðu á fundi sínum í gær að víkja henni ekki úr þingnefndum. Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, sagðist hneykslaður á ummælum Greene, en benti á að þau hefði hún látið falla áður en hún tók sæti á þinginu. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir kröfuna verða tekna fyrir í þinginu með formlegum hætti. Aðeins þarf einfaldan meirihluta til þess að nái fram að ganga og þar sem Demókratar hafa meirihluta í fulltrúadeildinni má ætla að Greene verði vikið úr nefndunum. Krafan verður tekin fyrir í dag að því er fram kemur í frétt BBC um málið. Það eru síðan hægrisinnaðir Repúblikanar á þinginu sem vildu víkja Cheney úr leiðtogahlutverki hennar úr flokknum. Hún var einn fárra Repúblikana sem greiddu atkvæði með því að ákæra Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Það hefur vakið mikla reiði meðal öfgafullra íhaldsmanna í Repúblikanaflokknum sem vilja ekki sjá Cheney í leiðtogahlutverki innan flokksins vegna þessa. Þá hefur hún einnig verið óhrædd við að gagnrýna Trump opinberlega sem hefur ýft fjaðrirnar á stuðningsmönnum hans.
Bandaríkin Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira