Feðgarnir fluttu fjórir saman mál fyrir Landsrétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 19:32 Frá vinstri má sjá þá Kristján, Jón Bjarna, Stefán Karl og Pál í dag. Aðsend Bræðurnir Stefán Karl, Páll og Jón Bjarni Kristjánssynir fluttu í dag mál fyrir Landsrétti ásamt Kristjáni Stefánssyni föður þeirra. Einn bræðranna segist telja málið einsdæmi á hærra dómstigi. Stefán Karl Kristjánsson, sem er elstur þeirra bræðra, segir frá þessu á Facebook í dag. „Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar,“ skrifar Kristján. Feðgarnir eru verjendur sakborninga í svokölluðu Hvalfjarðargangamáli, sem nú er til meðferðar hjá Landsrétti. Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar....Posted by Stefán Karl Kristjánsson on Wednesday, 3 February 2021 Í samtali við Vísi segir Stefán að þeir bræður hafi flutt málið saman í héraðsdómi. Þá hafi faðir þeirra hins vegar ekki verið með. „Þá var fulltrúi okkar sem var fjórði maðurinn. Hann hafði ekki réttindi til að flytja málið fyrir Landsrétti. Þannig það varð úr að karl faðir minn, sem hefur yfir 40 ára reynslu í þessu, var með. Við sáum þarna tækifæri til að flytja þetta mál allir saman,“ segir Stefán. Saman í lögmennsku, bolta og karlakór Aðspurður segir Stefán að ferlið hafi verið skemmtilegt og að þeir feðgar vinni vel saman, allir fjórir. Þá eyði bræðurnir miklum tíma saman. „Við höfum alltaf gert það, erum allir saman á KRST-lögmannsstofu. Við erum saman í flestöllu, hvort sem það er lögmennskan, fótboltinn eða karlakórinn Esja,“ segir Stefán. Hann segir þá að færni þeirra bræðra liggi á mismunandi sviðum. Þess vegna sé gott að geta leitað hver til annars í starfinu. „Það er mjög gott að hafa fleiri augu heldur en færri á málinu. Maður er með minna samviskubit að hringja hálf tólf á kvöldin og varpa fram einhverjum hugleiðingum,“ segir Stefán, sem kveðst efast um að málið eigi sér margar hliðstæður. „Við fluttum á sínum tíma mál í Héraðsdómi Suðurlands, þannig þetta er ekki alveg í fyrsta skipti. En ég efast stórlega um að á hærri dómstigum hafi svona gerst, og alveg örugglega ekki á Íslandi, segir Stefán,“ en fréttamaður þekkir sjálfur ekki dæmi þess að þrír bræður og faðir þeirra hafi flutt mál fyrir æðra dómstigi, hvorki hér á landi né annars staðar. Dómsmál Fjölskyldumál Tímamót Dómstólar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Stefán Karl Kristjánsson, sem er elstur þeirra bræðra, segir frá þessu á Facebook í dag. „Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar,“ skrifar Kristján. Feðgarnir eru verjendur sakborninga í svokölluðu Hvalfjarðargangamáli, sem nú er til meðferðar hjá Landsrétti. Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar....Posted by Stefán Karl Kristjánsson on Wednesday, 3 February 2021 Í samtali við Vísi segir Stefán að þeir bræður hafi flutt málið saman í héraðsdómi. Þá hafi faðir þeirra hins vegar ekki verið með. „Þá var fulltrúi okkar sem var fjórði maðurinn. Hann hafði ekki réttindi til að flytja málið fyrir Landsrétti. Þannig það varð úr að karl faðir minn, sem hefur yfir 40 ára reynslu í þessu, var með. Við sáum þarna tækifæri til að flytja þetta mál allir saman,“ segir Stefán. Saman í lögmennsku, bolta og karlakór Aðspurður segir Stefán að ferlið hafi verið skemmtilegt og að þeir feðgar vinni vel saman, allir fjórir. Þá eyði bræðurnir miklum tíma saman. „Við höfum alltaf gert það, erum allir saman á KRST-lögmannsstofu. Við erum saman í flestöllu, hvort sem það er lögmennskan, fótboltinn eða karlakórinn Esja,“ segir Stefán. Hann segir þá að færni þeirra bræðra liggi á mismunandi sviðum. Þess vegna sé gott að geta leitað hver til annars í starfinu. „Það er mjög gott að hafa fleiri augu heldur en færri á málinu. Maður er með minna samviskubit að hringja hálf tólf á kvöldin og varpa fram einhverjum hugleiðingum,“ segir Stefán, sem kveðst efast um að málið eigi sér margar hliðstæður. „Við fluttum á sínum tíma mál í Héraðsdómi Suðurlands, þannig þetta er ekki alveg í fyrsta skipti. En ég efast stórlega um að á hærri dómstigum hafi svona gerst, og alveg örugglega ekki á Íslandi, segir Stefán,“ en fréttamaður þekkir sjálfur ekki dæmi þess að þrír bræður og faðir þeirra hafi flutt mál fyrir æðra dómstigi, hvorki hér á landi né annars staðar.
Dómsmál Fjölskyldumál Tímamót Dómstólar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira